He-Man and the Masters Of The Universe Ég er 17 ára unglingur, þótt að ég hafi náð þessum aldri hef ég átt það til að varðveita barnið í mér, sérstaklega með teiknimyndum. Til dæmis nefni ég He-Man. Hver hérna man ekki eftir Adam prins og töfrasverðið hans sem breytti honum í He-Man. Og ekki má gleyma félaga hans sem vörðu leyndardóma Castle Grayskull frá hinum illa Skeletor og hans illu hermenn (ásamt náttúrulega He-Man. Þessir þættir byrjuðu árið 1983 og enduðu um 1987. Árið 1985 kom fyrsta teiknimynd með He-Man í fullri lengd, hún hét Secret Of The Sword. Hún að mínu mati var fín. En ég varð bara að skrifa littla grein um He-Man, og vildi bara spyrja ykkur hvort þið munið eitthvað eftir þessum frábærum þáttum. Það má ekki gleyma nýju He-Man þáttunum sem hófust í framleiðslu árið 2002, ég hef ekki ennþá séð þá en er að gera mér vonir um að þeir verði bara fínir.

Þakka ykkur fyrir

Gullbert