Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hugsjon
hugsjon Notandi frá fornöld 84 stig

Námskeið í svifflugi (0 álit)

í Flug fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Námskeið í svifflugi Nú er tækifærið að læra svifflug. Ódýrasta flugið, skemmtilegur félagsskapur. Fis- og einkaflugmenn, námskeið fram að sólo kr. 70 þúsund. Byrjandanámskeið 8 flug kr. 45 þúsund og nám fram yfir sólo samtals kr. 165. þúsund. Uppl. á heimasíðu félagsins http://www.svifflug.com og í símum 587 8730 og 898 7209 Netfang: svifflug@hotmail.com

Læra flug - læra svifflug (0 álit)

í Flug fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Nám í svifflugi. Námskeið að hefjast. Byrjandapakki 8 flug á kr. 45 þús. með loggbók. Vélflugpakki 15. flug fyrir vélflugmenn kr. 70. þús. Kennsla á kvöldin og um helgar nú í sumar. Þá erum við að undirbúa kennslu á virkum dögum frá hádegi ef næg þátttaka fæst. Kennsla fer fram á Sandskeiði við Bláfjallaveg á hágæða svifflugvélum og mótorsvifflugu. Nánari upplýsingar í símum 898 7209 og 587 8730 Svifflugfélag Íslands, Sandskeiði http://www.svifflug.com svifflug@hotmail.com

Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli (4 álit)

í Flug fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Flugsýning á Rvk-flugvelli laugardaginn 5. maí 2010 og hefst kl. 13.00 Glæsileg flugsýning með flugvélum á sýningarsvæði, listflugi og öðru skemmtilegu fyrir allt flugáhugafólk. Flugmálafélag Íslands

Félagsfundur Svifflugfélags (0 álit)

í Flug fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Félagsfundur Svifflugfélags verður haldinn á Sandskeiði þriðjudaginn 18. maí og hefst kl. 20.00. Á dagskránni er gjaldskrá 2010, yfirferð á öryggismálum, starfsemi sumarsins og undirbúningsnefndir kynna stuttlega verkefni sín varðandi 75 ára afmælið á næsta ári. Svifflugið er hafið. Flogið verður nú á frídögum og um helgar fram að mánaðamótum en þá hefst skipulögð flugstarfsemi þegar viðrar alla daga vikunnar. Hægt að fljúga Dimonunni hvenær sem er og tilvalið að skreppa á gosstöðvarnar nú í...

Veðurfræði og fílar (0 álit)

í Flug fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Hversu þung eru lítil ský, eða stór? Það finnurðu hér. http://www.wsi.com/corporate/newsroom/newsletter/md2/CloudWeight.html kv Kristján

Svifflug (7 álit)

í Flug fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hefur þú áhuga á að prófa svifflug eða læra að fljúga. Nú er tækifærið því sumarstarf Svifflugfélagsins er hafið. Kennsla fer fram öll kvöld eftir kl 19 virka daga og daglangt um helgar, þegar viðrar. Kennsla fer fram á bestu og flottustu svifflugum sem völ er á. Kynningarflug 20-30 mínútur kostar kr. 6500 Nánari uppl. er að finna á heimasíðu félagsins http://www.svifflug.com/ og á Sandskeiði síminn þar er 587 8730 Allir velkomni

Litað bensín á flugvélar, ódýrari kostur (0 álit)

í Flug fyrir 16 árum, 1 mánuði
Verið er að safna undirskriftum til að fá að kaupa bensín án vegagjalds en það yrði þá litað líkt og hráolían á vinnuvélar. Flugvélabensín er einnig án vegagjalds en er mun dýrara í innkaupum og því er það á svipuðu verði eða dýrara en bílabensín með vegagjaldi. Fjölmargir flugvélamótorar geta gengið á bílabensíni en þá þurfa þeir að fara í gegnum minniháttar breytingar. Þá ganga Rotax mótorarnir sem eru notaðir í fis og nokkrar flugvélar mun betur á bílabensíni og eyða minna og eru...

70 ára afmæli Svifflugfélags Íslands (1 álit)

í Flug fyrir 17 árum, 8 mánuðum
70 ára afmæli Svifflugfélags Íslands Fyrir 70 árum var Svifflugfélag Íslands stofnað. Það var Agnar Kofoed Hansen sem stóð að stofnunni ásamt fleiri góðum mönnum. Tilgangur með stofnunninni var að rækta upp innlenda þekkingu á flugi og gera áhugasömum kost á að læra flug á ódýrann og einfaldan hátt. Allar götur síðan hefur megin markmið Svifflugfélagsins verið að sjá um svifflugkennslu sem öll er unnin í sjálfboðavinnu og á félagið nú góðan búnað og flugflota til kennslu. Flestir af...

Flugöryggisfundur (2 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Flugöryggisfundur Fimmtudag 23. febrúar 2006 Hótel Loftleiðum kl. 20.00 Fundarstjóri: Kristján Sveinbjörnsson 1. Flugmálafélagið Helstu verkefni Tryggingamál loftfara Matthías Sveinbjörnsson 2. Rannsóknarnefnd Flugslysa kynning á breyttu skipulagi og skipan nefndarinnar. Atvik ársins 2005. Bragi Baldursson og Þorkell Ágústsson 2. EASA Flugöryggisstofnun Evrópu Vottun eða viðurkenning loftfara Viðhald / lofthæfi EASA flugskírteini Sveinn V. Ólafsson og Sigurjón Sigurjónsson Kvikmyndasýning úr...

Þing Flugmálafélagsins (0 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þing Flugmálafélagsins verður haldið laugardaginn 19. nóvember í höfuðstöðvum Atlanta / Avion Group Hlíðarsmára 3 Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 13.15 Sjá nánar á www.flugmal.is

Flugöryggisfundur (0 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Flugöryggisfundur Fimmtudag 26. maí 2005 Hótel Loftleiðum kl. 20.00 Fundarstjóri: Arngrímur Jóhannsson I Frá flugöryggissviði a) Ávarp Pétur K. Maack framkvæmdastjóri b) EASA - einkaflug Sigurjón Sigurjónsson, deildarstjóri c) Þjálfunar- og skírteinamál Einar Örn Héðinsson, deildarstjóri II Áhersluatriði vegna komandi flugsumars, æfingasvæðin, flugáætlanir og fleira Sigurleifur Kristjánsson, deildarstjóri Flugmálastjórn Íslands III Svæðin við Úlfarsfell og Kamba Ágúst Guðmundsson Fisfélag...

Hefur þú flogið svifflug? (0 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði

Flugöryggisfundur fimmtud. 24. febrúar (0 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Flugöryggisfundur Fimmtud. 24. febrúar 2005 Hótel Loftleiðum kl. 20.00 Farið yfir flugatvik og flugóhöpp síðustu mánaða Þormóður Þormóðsson rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa Kynning á hinu nýja flugfélagi Landsflugi ehf. Tyrfingur Þorsteinsson flugrekstrarstjóri Stuttmynd Fis umhverfis ísland 2004 eftir feðgana Arnar og Ágúst Guðmundsson Kvikmynd um flug að vetrarlagi. Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðs. Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar. Allt áhugafólk um flugmál...

Aðalfundur Svifflugfélagsins (0 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Aðalfundur Aðalfundur Svifflugfélagsins verður haldinn í húsi Slysavarnardeildar kvenna, Sóltúni 20 í Reykjavík, laugardaginn 19. febrúar 2005 og hefst hann kl. 14:30. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar á vægu verði. Stjórnin Þar sem stjórnendur þessarar flugsíðu eru haldnir forræðishyggju í miklu mæli og hafa hafnað tilkynningu um aðalfund Svifflugfélagsins í atburðadálknum er þessi tilkynning sett hér. Kristján Sveinbjörnsson

Áskorun á forseta að skrifa ekki undir (3 álit)

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Skorað er á þá sem þora og eru á móti vinnubrögðum og yfirgangi fyrirhugaðra fjölmiðlalaga að skrá sig á lista á http://www.askorun.is/ til áskorunar á forseta að skrifa ekki undir lögin. Einnig að fá nákomna, vini og vandamenn til að skrifa sig á listann ef þeir þora.

Vetrargeymsla flugvéla (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Svifflugfélagið bíður þeim sem vilja geyma flugvélarnar sínar ódýrt húsnæði í vetur. Þess ber þó að geta að þær lokast inni fram í apríl. Þá tekur félagið tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, pallhýsi, báta og bíla í vetrargeymslu. Nánari upplýsingar eru í símum 5878730 og 8929120 eða kristjan@svifflug.com

Norræni Svifflugfundurinn (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sent til fróðleiks. Svifflugmenn norðurlandanna héldu sinn árlega fund, Nordic Gliding Meeting, hér á Íslandi um síðustu helgi í boði Svifflugfélags Íslands. Þetta er í 31 skipti sem norrænir svifflugmenn funda en svifflugið er eina flugíþróttin, fyrir utan Flugmálafélagið, þar sem menn funda til skiptis árlega á norðurlöndunum. Fundurinn var haldinn á Hótel Viking sem er partur af Fjörukránni í Hafnarfirði. Um 20 fulltrúar frá öllum norðurlöndunum sóttu fundinn. Á föstudegi fyrir fundinn...

Ný flugvél í flotann. (6 álit)

í Flug fyrir 21 árum
Ný flugvél í flotann. Svifflugfélagið hefur fest kaup á nýlegri mótorsvifflugu (touring motor glider) og er hún væntanleg með B757 cargovél Flugleiða föstudaginn 4. apríl. Þetta verður ein yngsta flugvél flotans árgerð 2000, flogin um 50 tíma. Tegundin er Super Dimona HK36TTC Xtreme sjá nánar á heimasíðu http://www.diamond-air.at en þeir framleiða ýmsar aðrar flugvélar. Þessi flugvél sem er tveggja sæta er bæði vélfluga og sviffluga. Reyndar mjög góð vélfluga og sæmileg sviffluga. Þá getur...

Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir (70 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Mikill þrýstingur hefur verið á að Ingibjörg Sólrún gefi kost á sér í landsmálin. Hversvegna. Jú hún er trúlega lykillinn að mögulegri breytingu á ríkisstjórn. Stór hluti þjóðarinnar vill breytingu á ríkisstjórn, hinsvegar verður nýr kostur að vera trúverðugur. Margir telja að með Ingibjörgu Sólrúnu sé sá kostur mjög trúverðugur og hún sé rétti maðurinn til að stýra því öllu. Vissulega er hún búin að gefa ýmsar yfirlýsingar. Hinsvegar hafa margir skorað á hana. Henni ber skylda að hlusta á...

Fréttabréf Svifflugfélagsins (5 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 8 mánuðum
– Fréttabréf Svifflugfélagsins. Síðustu vikur hefur viðrað nokkuð vel til svifflugs. Mikið hefur verið flogið en þó mest kennslu- og æfingaflug. Nokkur fjöldi nemenda hafa stundað svifflugnám og hafa tveir þeirra flogið sín fyrstu sóló-flug en einnig hafa nokkrir gamlir félagar okkar endurnýjað réttindi sín og sumir þeirra eftir áratuga hlé. Íslandsmótið í Svifflugi - Steinþór Skúlason Íslandsmeistari. Íslandsmótið í Svifflugi var haldið á Hellu 6. til 14. júlí. Mótið tókst mjög vel og...

Vafasöm ríkisstjórn (26 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Við íslendingar erum lýðræðisþjóð. Því virðum við mannréttindi eða hvað. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að brjóta mannréttindi á um 150 gestum sem ætluðu að koma hingað og láta í ljós sýnar skoðanir. Þetta þoldi Davíð, Halldór og Sólveig ekki. Þeir voru til í að brjóta mannréttindi á þessu fólki með því að meina því inngöngu í landið á forsendum þeirra skoðana. Þar með hafa þessir valdhafar brotið blað í stjórnun landsins. Þeir eru komnir í hóp valdhafa sem til eru í að brjóta mannréttindi...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok