Félagsfundur Svifflugfélags verður haldinn á Sandskeiði
þriðjudaginn 18. maí og hefst kl. 20.00.
Á dagskránni er gjaldskrá 2010, yfirferð á öryggismálum, starfsemi sumarsins og undirbúningsnefndir kynna stuttlega verkefni sín varðandi 75 ára afmælið á næsta ári.

Svifflugið er hafið. Flogið verður nú á frídögum og um helgar fram að mánaðamótum en þá hefst skipulögð flugstarfsemi þegar viðrar alla daga vikunnar.
Hægt að fljúga Dimonunni hvenær sem er og tilvalið að
skreppa á gosstöðvarnar nú í bjartviðrinu.

Nýtt fólk áhugasamt um svifflug er velkomið á vorfundinn.

Kveðja,
stjórn SFÍ.