Mikill þrýstingur hefur verið á að Ingibjörg Sólrún gefi kost á
sér í landsmálin.
Hversvegna.
Jú hún er trúlega lykillinn að mögulegri breytingu á ríkisstjórn.
Stór hluti þjóðarinnar vill breytingu á ríkisstjórn, hinsvegar
verður nýr kostur að vera trúverðugur.

Margir telja að með Ingibjörgu Sólrúnu sé sá kostur mjög
trúverðugur og hún sé rétti maðurinn til að stýra því öllu.

Vissulega er hún búin að gefa ýmsar yfirlýsingar. Hinsvegar
hafa margir skorað á hana. Henni ber skylda að hlusta á þær
raddir.

Við sem viljum breytingar gerum því kröfu um að hún komi
fram og verði nýr valkostur við það sem við höfum nú.

Ef þjóðin biður um að hún verði þessi valkostur verður hún
einfaldlega að verða við kröfunni.

Vissulega getur fylgi framsóknar og VG minnkað við framboð
Ingibjargar .
Hinsvegar er spurningin
Á afstaða Framsóknar og VG til framboðs Ingibjargar sem
borgarstjóra að ráðast af hagsmunum fjöldans, þar á meðal
borgarinnar, eða flokkshagsmunum flokkana?

Eiga lykilmenn flokkana að setja flokkshagsmunina ofar
hagsmunum fjöldans?

Það er vitað að R-listinn og íbúar borgarinnar vilja hafa
Ingibjörgu sem borgarstjóra.

Það er hinsvegar möguleiki að íbúar borgarinnar og alls
landsins vilji hafa hana sem forsætisráðherra.

Ingibjörg ber því að láta á það reyna í kosningum hvort þjóðin
vill sömu ríkisstjórn áfram eða breytingar með hana í
oddvitasæti.

Ef þjóðin velur breytingar verður Ingibjörg næsti
forsætisráðherra. Annars verður Davíð áfram og hún áfram
borgarstjóri.

VG og Framsókn geta svo valið hvort eigi að vega þyngra
hagsmunir flokksins eða hagsmunir Reykjavíkur.
Þeir hafa val um að reka borgarstjórann og setja þar með
hagsmuni flokksins ofar hafsmunum Reykjavíkur.

Síðan hefur fólkið val um hvað það kýs.