Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hagur
hagur Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
140 stig

Re: vandamál í Toyotu 93

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er nú alls ekki snillingur í bílaviðgerðum, en gæti verið að vökvastýrisdælan sé að gefa sig? En viftureimin, er hún orðin slöpp? Mér dettur það í hug af því að mig grunar að vökvastýrisdælan sé knúinn af henni ….

Re: TOW Tea leafs

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
TOW Tea leafs = The One With The Tea Leaves Nei, það er ekki búið að sýna fleiri þætti úti. http://www.nbc.com/Friends/index.html Næsti þáttur heitir THE ONE IN MASSAPEQUA og verður sýndur 28. mars

Re: Friends

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kazaa er eina vitið. Ég er búinn að ná í alla friends þættina með því.

Re: Hver er reglan fyrir kennitölur fyrirtækja ? spurt fyrir validation í php

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Alveg sama og fyrir kennitölur einstaklinga :-) Hér er eitthvað sem ég skrifaði í Javascript: function fncKtCheck(strKt) { var intKtSum = 0; intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(0) * 3); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(1) * 2); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(2) * 7); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(3) * 6); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(4) * 5); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(5) * 4); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(6) * 3); intKtSum = intKtSum + (strKt.charAt(7) *...

Re: Álit og ábendingar.

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sammála skhyler með letrið. Times New Roman er engan veginn að virka á vefsíðum. Það eru alltof fáir sem gera sér grein fyrir því. Þessi fontur á bara heima á ritvélum og í mogganum. Meira að segja er Seðlabankinn að fara að opna nýjan vef sem er allur í Times samkvæmt þeirra ósk. Sorglegt.

Re: Upplausn.. ?

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þetta er mjög einfalt að gera í javascript. <body onLoad=“alert('Upplausnin á skjánum þínum er ‘+screen.width+’x'+screen.height);”> Ég held að þetta sé ekki hægt í PHP, nema að browserinn sendi þessar upplýsingar í http headernum sem ég efast um að hann geri.

Re: pop og kók

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Já, það er útaf því. Gerðu frekar svona: [a href="javascript:window.open(url,name,attributes);"]Sigurður Jónsson Semsagt, javascript: og svo nafnið á functioninu sem þú notar til að opna gluggann eða bara kalla beint í window.open eins og ég gerði … P.s breyta hornkofum í oddklofa.

Re: Voting kerfi

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú ert væntanlega að meina þegar þú býrð til kannanir. Jú, þú þarft í rauninni bara 2 fyrirspurnir. 1. query query(“insert into surveys (Survey) values ('Hvort er betra, kók eða pepsi?')”); svo notarðu mysql_insert_id() til að fá ID sem var búið til í síðustu insert skipun í mysql. Ath, það virkar engöngu ef SurveyID dálkurinn í Survey töflunni er með AUTO_INREMENT. $lastid = mysql_insert_id(); Með því að nota þetta, þá sleppurðu við að nota eitthvað query til að sækja ID á nýjustu...

Re: Voting kerfi

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tvær töflur, ekki spurning. Tafla 1: Surveys SurveyID Survey Tafla 2: Options OptionID SurveyID Option Votes Með þessu móti getur þú haft óendanlega marga valmöguleika við hverja könnun. Options taflan geymir svarmöguleika og fjölda atkvæða við hvern svarmöguleika. Svarmöguleikarnir eru tengdir við rétt survey í Surveys töflunni með dálknum “SurveyID”. Í hvert skipti sem kosið er, þá hækkarðu bara “Votes” dálkinn um 1, í viðkomandi svari á viðkomandi könnun. Reyndar er hægt að gera þetta enn...

Re: txt skrár með php ????

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sæll, þetta er ekki beint tengt php-inu sjálfu heldur einfaldlega því hvernig “plain” texti virkar í HTML. Til þess að fá break og greinaskil etc. verður þú að setja BR og P tög á rétta staði - NEMA með því að skella PRE og /PRE utan um textann þinn. T.d: [PRE] [?require("bla.txt");?] Þú skiptir svo bara út hornklofunum og setur oddklofa :-)

Re: Win 2000 vesen

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég held að maður þurfi ekkert mem-túrbó dót á Win2K. 256 mb minni á heldur ekki að vera neitt vandamál. Ég hugsa að þú þurfir bara að stækka swap-fælinn hjá þér. Hægri-klikk á my computer, properties - Advanced - Performance. Smella þar “Change” undir virtual memory og auka stærð swap fælsins. Ég er með 240-480mb á lappanum mínum sem er með 320mb minni. Hún er oft í gangi í marga daga, aldrei hef ég lent í svona veseni.

Re: Mitac MiNote 8170

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég verð að bæta við að Mitac eru bestu kaupin í löppum í dag held ég … ég er búinn að eiga eina síðan í ágúst 2000 og hún hefur ekki slegið feilpúst.

Re: VÁ

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Kazaa media desktop …. http://www.kazaa.com Ég er búinn að sækja alla þættina með þessu forriti.

Re: Hjálp

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
http://www.tvtome.com/Friends/

Re: Tölvukaup

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta eru eflaust ágætis kaup. Vinur minn keypti þennan örgjörva fyrir nokkrum dögum og hann er með hann overclokkaðan í 1900+, virkar fínt þannig. En 128mb?? Er það nú ekki full lítið minni? Ef þú getur þá myndi ég nú fara a.m.k í 256mb, ef ekki strax, þá allavega sem allra fyrst.

Re: þetta finnst mér skrýtið

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæll, Kviknar ekki á drifunum/diskunum? Powersupply-ið mitt dó um daginn, það lýsti sér svipað og þú ert að tala um, tölvan fór ekki í gang, eina sem gerðist var að einhver vifta snérist, annaðhvort í powersupply-inu eða á örranum, er ekki viss. Getur verið að þú hafir fengið “bad” power-supply? Ég keypti mér nýjan kassa með 300w supply í Hugveri og tölvan virkar fínt.

Re: hvað er að

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Guð minn góður, um hvað ertu að tala drengur?!?

Re: ADSL Vesen!

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var einu sinni með forrit sem pingar ákveðna servera með ákveðnu millibili, ef engin þeirra svarar eftir ákveðið margar tilraunir þá heldur forritið að tengingin sé dauð, disconnectar og hringir inn aftur …. málið er bara að ég man ekki hvað þetta hét. Prufið að leita að þessu eða spyrjast fyrir um þetta.

Re: Sprengjan í Jay Leno...

í Tilveran fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Álduft og súrefni í föstu formi. Man ekki hvað það kallaðist … klóríð eða eitthvað.

Re: hafiði tekið eftir....

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þeir eru að nota vefumsjónarkerfi frá sama aðila sem heitir eitthvað prowider eða eitthvað svoleiðis sem inniheldur netverslun ofl. Ég tók einnig eftir þessu og kannaði málið aðeins …

Re: Tölvuvirkni

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er búinn að versla við þá 2svar sinnum …. ekkert vesen. Í fyrra skiptið keypti ég GForce 2 MX fyrir bróðir minn, ég fékk kortið heim að dyrum um kveldið daginn eftir. Um daginn keypti ég svo fyrir mig, Geforce 3 Ti200. Hann hringdi í mig og sagði að það væri ekki til á lager. Það myndi koma á miðvikudaginn og væri komið heim til mín á fimmtudag. Þetta stóðst allt saman.

Re: Hvernig er best að leyfa fólki sjálft að raða ?

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Til þess að gera þetta þá myndi ég setja inn auka field í töfluna og kalla hann t.d OrderID. Þegar fréttir eru búnar til þá myndi ég setja ID fréttarinnar, semsagt bara sama gildi og ID-ið sem fréttin fær þegar hún er búin til. Lang einfaldast er svo bara að bjóða fólki upp á að skrá inn tölu/breyta þeirri sem fyrir er í þetta field þegar er verið að editera fréttina. Svo myndi ég bara raða eftir þessum field þegar fréttirnar eru birtar. Ég hugsa að þetta sé einfaldast.

Re: Tölfulistinn!!!

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég hef oft verslað við “Tölfulistann” og hef ekkert nema gott um þá að segja …. hef aldrei lent í veseni með neitt frá þeim ef undan er skilið Sound blaster 128 kort sem ég keypti einu sinni. Ég fékk það ekki til að virka í minni tölvu, þrátt fyrir að hafa prufað það í vélinni hjá einum vini mínum. Ég fór með tölvuna til þeirra í þeirri von um að þeir gætu eitthvað reddað þessu. Þeir gátu það reyndar ekki, en ég fékk kortið að fullu endurgreitt og þurfti ekkert að borga fyrir “viðgerðina”....

Re: Titill

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Heyrðu, ég fattaði allt í einu hvað var að … Þarna þar sem stendur fsoForReading eða eitthvað svoeiðis … þetta er fasti sem á að tákna töluna 1. Ég gleymdi að skilgreina hann. Auðveldast er að breyta bara fsoForReading í 1, þá virkar þetta.

Re: Titill

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mig grunaði það svosem :-) Ég kíki á þetta í vinnunni á morgun og fæ þetta til að virka …
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok