Þannig er mál með vexti að ég ákvað að smíða mér tölvu. Og sé ég ekkert eftir því þrátti fyrir smá vesen þessa stundina. En málið er það að hún fer ekki í gang, sem er lágmarks krafa sem ég fer fram á.

En ég búinn að setja allt saman og allt er eins og það á að vera en helvítið kveikir ekki á sér. það kemur eitt lítið ljós á móðurborðið en ég get ekki kveikt á vélinni, sama hvað ég er búinn að reyna. Ég meina það ætti allavega að kvikna á powersupplyinu en það gerist ekki en samt er eins og það gefi smá straum í móðurborðið en það vill samt ekki fara í gang, einhverra hluta vegna.
Ég er búinn að tékka á öllum tengingum
búinn að tékka á skjá og hljóðkortum
Ram minnið hefur fengið að skipta nokkuð oft um rauf
búinn að prófa held ég allt sem mér dettur í hug og líka það sem öðrum hefur dottið í hug
búinn að stilla volt töluna
búinn að setja á on aftan á kassanum
og svo var allt draslið líka í sambandi og meira segja búinn að prófa að skipta um innstungu.

Sem sagt mér og öðrum hefur dottið ýmislegt í hug en ekkert hefur breyst. Næsta mál er að redda volt mælir og mæla kraftinn úr kassanum.

ef þú hefur einvherja snilldar lausn á þessu máli skal ég splæsa bjór, jafnvel 2 stykki<br><br>Á morgun verð ég edrú en þú verður áfram ljót. W.Churchill
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.