Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

London des. 2004 (21 álit)

í Ferðalög fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Í desember síðastliðnum fór ég með manninum mínum til London. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef komið til Englands, reyndar hef ég áður farið til Skotlands. Við förum frá Keflavíkurflugvelli þann 11. um klukkan 15.00, fluginu seinkaði og vorum við ekki upp á hótel fyrr en um 11 leytið, dauðþreytt og vitlaus. Við gistum á Regent Palace Hotel þessar 5 nætur sem við dvöldum í London. Fyrir þá sem ekki vita hvar þetta ágæta hótel er þá get ég sagt að það er liggur við beint ofan á Piccadilly...

Flottur sjónvarpsskápur til sölu! (2 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Minna en ársgamall Leksvik sjónvarpsskápur með glerhurð til sölu. Það kemst mikið í þennan flotta skáp, hann ber allt að 60kg sjónvarp og málin á honum eru: Dýpt: 62 cm, hæð: 75 cm, breidd: 95 cm. Hann er vel farin og það er lítið mál að koma að skoða hann. Ástæðan fyrir að við viljum selja er sú að þegar hann var keyptur var stórt fiskabúr í stofunni en nú er það farið og höfum við því pláss fyrir hillusamstæðu. Verður laus mjög bráðlega. Verð 10.000 kr. Má koma með móttilboð!...

Hundaföt (1 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Vitiði góðar uppskriftir að hundafötum, prjónuð eða saumuð. Þekki lítinn tjúa sem er alltaf svo kalt! :D

Kisumúmía (2 álit)

í Kettir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég vissi það reyndar fyrr en sá það greinilega þegar ég fór í British Museum árið 2004 hvað egyptar virtu ketti mikið. Það var allt fullt af flottum kisustyttum og nokkrar kisumúmíur.

Rósetta steinninn (0 álit)

í Ferðalög fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Fór að skoða þennan 2004 í British Museum!

Ofnbakaðar kartöflur (5 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Svaka girnilegt ekki satt?

Malla mús (8 álit)

í Kettir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=MlQm9Z44Wsc Jæja, ætli þetta hafi virkað hjá mér? Þetta á allavegna að vera vídeó af litlu kisurúsínunni minni :)

Rifsberjahlaup (4 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Núna er tími rifsberjanna, hvað á hverju gæti komið næturfrost sem eyðileggur berin! Því er um að gera að nýta þau. Ég var einmitt rétt í þessu að gera rifsberjahlaup, en slíkt er svakalega gott með villibráð, ostum eða bara gamla góða lambakjötinu. Ég byrjaði á að týna um kíló af berjum (tók stilkana líka) en það er einmitt stór og fallegur rifsberjarunni úti í garði hjá mér. Svo tók ég berin og skellti þeim í pott, í pottinn bætti ég svo við bolla af vatni. Ég lét sjóða smá í þessu, eða...

Tungumál (19 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég elska tungumál og vil endilega fá áhugamál undir þau.. Það er svo margt hægt að grúska um tungumál!

Obituary (6 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nicholas Leppenlüder The man who brought warmth to our hearts through his humanitarian work. Jon Stephenson Sunday March 12, 2006 The Guardian A great man has passed at the age of 592. Known by many names including Nisse, Le Père Noël, Weihnachtsmann and Father Christmas, Nicholas Leppenlüder was a public yet a private figure. He had an aura of secrecy about him as he would only show himself on the holiest of nights, Christmas Eve, and even then he preferred to remain unseen. The other 364...

Paprikur (2 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Svakalega fallegar, mæli með að allir fái sér lífrænt ræktaðar íslenskar paprikur áður en sumarið er búið. Þær eru frábærar í salöt!

Steiktar kjúklingabringur ala moi (15 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Um daginn vissi ég ekkert hvað ég átti að elda, var komin með leið á þessu sem ég geri alltaf og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég skellti mér því út í búð og skoðaði úrvalið, þetta varð úr því. 3 kjúklingabringur 1 poki cesar salat 1 dós Sólskinssósa 1 askja feta ostur Ég steikti bringurnar á grillpönnu upp úr olíu. Kallinn minn var nú ekki á því að ég skyldi ekki nota nein krydd en ég átti bara ekki neitt sem mér fannst passa. Þegar bringurnar voru til skar ég bringurnar niður í fallega...

Kryddbrauð Stellu ömmu (7 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þar sem ég sá að inn á myndum er ein útgáfa af kryddbrauði, eða allavegna myndin af hráefnunum ákvað ég að deila með ykkur þessu ótrúlega góða kryddbrauði sem amma mín gerir alltaf. 330 gr hveiti 3 1/2 tsk matarsódi 6 1/2 tsk kakó 2 tsk kanill (tæplega) 2 tsk engifer (tæplega) 2 tsk allrahanda (tæplega) 170 gr haframjöl 450 gr púðursykur 5 dl súrmjólk (eða ab mjólk) Þetta er svo allt sett saman í skál og bakað við 160-170°c í 30-40 mín, eða þangað til kakan er hætt að syngja fyrir þig. :)...

Hellnar - Laugarvatn (12 álit)

í Ferðalög fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Á fimmtudeginum 18 ágúst fórum við kallinn minn sem leið lá upp á Snæfellsnes, nánar tiltekið að Hótel Hellnum. Fyrst var fínasta veður en svo þegar við nálguðumst jökullinn tók á móti okkur þessi fína þoka og rigning. Við tjékkuðum okkur inn á hótelið, sem var fínt og fórum að pæla í hvar væri gott að borða. Á hótelinu sjálfu var maturinn rándýr og frekar óspennandi, á kaffihúsi á Hellnum sem heitir held ég Fjöruborðið var ekkert boðið upp á nema pasta og súpa svo við héldum að Arnarstapa...

Gallíum vefleiðangur (34 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Vefleiðangur gerður fyrir nát 123, fannst þetta spennandi efni af því það bráðnar í höndum þér! Gallíum Sætistala: 31 Atómmassi: 69,73 (sjá meðfylgjandi mynd) Mynd eitt: Hér sést það glögglega að gallíum er fljótandi yfir 30°c. Bygging: Gallíum hefur 31 róteind og ýmist 38 eða 39 nifteindir en algengari eru þó 39. Rafeindir eru 31 og þær skipast svo á hvolf, á innsta hvolfi eru 2 rafeindir á öðru eru þær 8, á því þriðja 18 og því fjórða 3. Uppgötvun og nafngiftir: Gallíum var uppgötvað árið...

Grýla (8 álit)

í Hátíðir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Úr hvaða kvæði er þessi mynd aftur?

Hvað eru jólin? (0 álit)

í Hátíðir fyrir 17 árum, 8 mánuðum

Forsíða (4 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jájá, tvö í röð, en þetta bara alls ekkert tengist hvort öðru og asnalegt að hafa í sama þráði… Allavegna, á greinayfirlitinu á forsíðu stendur alltaf fyrir ofan á hvaða áhugamáli said grein er á… En það er ekki hægt að klikka á það… Á nýjum umræðum er sami fítus en þar er hægt að klikka á áhugamálið! Ég vil endilega að það verði líka hægt í greinayfirlitinu.

Sumir stjórnendur... (12 álit)

í Hugi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þetta ætti nú betur heima á nöldur, en ég vil að stjórnendur lesi þetta! Ég hef tekið eftir að á nokkrum áhugamálum eru stjórnendur oft inni, en gera ekkert, samþykkja ekki greinar, kannanir, myndir og fleira… Svo er alltaf verið að býsnast yfir að þetta séu dauð áhugamál! Ég hélt að í reglum um stjórnendur væri talað um að þeir ættu að koma helst einu sinni á dag!!

Tjilling (4 álit)

í Kettir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Malla að tjilla í rúmfatalagersrúminu sínu

Þorsteins þáttur stangarhöggs (3 álit)

í Bækur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Gerði þetta verkefni í ísl 202, njótið heilla :) Tími: Íslendingaþættir voru flestir ritaðir um 1200 en eru taldir gerast um 900. Þorsteins þáttur stangarhöggs gerist á u.þ.b. 5 vikum. Umhverfi: Sagan gerist á Íslandi á fornöld, þar af leiðandi vitum við að Ísland var ekki mjög þróað á þessu tímabili og var hér eingöngu bændasamfélag. Efnisútdráttur: Þorsteins þáttur stangarhöggs fjallar um Þorstein, son Þórarins rauðavíkings. Á hestaati einu var Þórður, húskarl Bjarna goða og sló hann...

Kosningaaldur - ber að hækka hann? (14 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég gerði þessa ritgerð í fél 103, man hreint ekki hvað ég fékk fyrir hana. ATH þetta er ekki leiðrétt útgáfa. Inngangur Kosningar hafa lengi verið umdeilt mál svo vægt sé tekið til orða. Ekki eru meira en 100 ár síðan á Íslandi máttu einungis efnamiklir karlar kjósa en smátt og smátt hefur þetta breyst. Þetta gerðist tiltölulega friðsamlega hér á landi en misvel úti í heimi. Nú er það svo að í flestum löndum heims hafa allir, 18 ára og eldri, konur sem karlar, leyfi til að kjósa sér þing og...

Hvað notarðu þegar þú steikir á pönnu? (0 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum

Bangsímon að tjilla (1 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Bangsímon að hafa það gott inni í rúmi :)

Afmæli (11 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég á afmæli í 9 mínútur í viðbót :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok