Núna er tími rifsberjanna, hvað á hverju gæti komið næturfrost sem eyðileggur berin! Því er um að gera að nýta þau.

Ég var einmitt rétt í þessu að gera rifsberjahlaup, en slíkt er svakalega gott með villibráð, ostum eða bara gamla góða lambakjötinu.

Ég byrjaði á að týna um kíló af berjum (tók stilkana líka) en það er einmitt stór og fallegur rifsberjarunni úti í garði hjá mér. Svo tók ég berin og skellti þeim í pott, í pottinn bætti ég svo við bolla af vatni. Ég lét sjóða smá í þessu, eða þar til berin voru sprungin.
Nú kemur erfiðasti hluti ferlisins, það er að sýja vökvann frá gumsinu. Ef þú átt nógu þétt sigti er hægt að nota það en betra er samt að nota bleyjuklút (fína borðtusku). Gott er að bíða þangað til mesti hlutinn fer úr gumsinu og kreista svo tuskuna til að ná öllum vökvanum úr.

Nú er komið að aðalmálinu, þú mælir vökvann, ég fékk 6,5 dl úr mínum berjum, skellir honum í pott setur jafn mikið magn af sykri út í (þ.a. 6,5 dl) og svo gulan pakka af Melatin. Leiðbeiningarnar með Melatininu segja að í 1 l af vökva fer 1 pakki Melatin svo þú skalt setja rúmlega hálfan.
Þú leyfir þessu að sjóða í 1 mínútu og þá er hlaupið til!

Gott er að vera búin að þvo krukkur og þurrka þær í ofni við 75-100°c. Nú seturðu hlaupið í krukkurnar og leyfir þeim að standa opnum í svona hálftíma klukkutíma.

Af þessu kílói af berjum fékk ég 5 litlar sultukrukkur.

Til að draga þetta saman:
1 l. rifsvökvi
1 kg sykur
1 pakki gult Melatin

Njótið vel!
Just ask yourself: WWCD!