Um daginn vissi ég ekkert hvað ég átti að elda, var komin með leið á þessu sem ég geri alltaf og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég skellti mér því út í búð og skoðaði úrvalið, þetta varð úr því.

3 kjúklingabringur
1 poki cesar salat
1 dós Sólskinssósa
1 askja feta ostur

Ég steikti bringurnar á grillpönnu upp úr olíu. Kallinn minn var nú ekki á því að ég skyldi ekki nota nein krydd en ég átti bara ekki neitt sem mér fannst passa. Þegar bringurnar voru til skar ég bringurnar niður í fallega bita, ekki bite size heldur stærri.

Ég skipti svo cesar salatinu niður á tvo diska, dreifði feta osti og svolitlu af olíunni á salatið. Svo raðaði ég kjúklingabringunum fallega á diskana og setti dágóða slettu af sólskinssósu til hliðar.

Þetta var barasta mjög gott, bragðið af feta olíunni og sólskinssósunni gerðu krydd algjörlega óþarft, kallinn var ánægður og ég líka, enda óhemju auðveld eldamennska!

Enjoy
Just ask yourself: WWCD!