Hellnar - Laugarvatn Á fimmtudeginum 18 ágúst fórum við kallinn minn sem leið lá upp á Snæfellsnes, nánar tiltekið að Hótel Hellnum. Fyrst var fínasta veður en svo þegar við nálguðumst jökullinn tók á móti okkur þessi fína þoka og rigning. Við tjékkuðum okkur inn á hótelið, sem var fínt og fórum að pæla í hvar væri gott að borða. Á hótelinu sjálfu var maturinn rándýr og frekar óspennandi, á kaffihúsi á Hellnum sem heitir held ég Fjöruborðið var ekkert boðið upp á nema pasta og súpa svo við héldum að Arnarstapa því þar er túrista center eitthvað. Þegar við komum þangað var place'ið fullt af útlendingum og var ekkert fararsnið á þeim… Við pöntuðum samt hamborgara og sögðum að við myndum bara borða úti (það var uppstytta akkúrat þá). Við fylgdumst með hvort einhver færi út en þurftum áreiðanlega að bíða í klukkutíma áður en við komust inn og gátum sest inn í hlýjuna. Stuttu seinna komu loksins hamborgararnir og voru þeir mjög góðir.
Við héldum svo aftur á hótelið, horfðum smá á tv og fórum svo bara að sofa snemma. Um morguninn vöknuðum við um 9 leytið til að fara í morgunmat, hann var góður, sem er óvenjulegt, venjulega fíla ég ekki hótel morgunmat! Tjékk out var klukkan 10.30 (allt of snemma!) en við vorum ekkert að nenna að fara svo snemma þannig að við héngum þar til 11.00. Við rúntuðum eitthvað um nesið, en veðrið var leiðinlegt ennþá. Við skoðuðum gula sandströnd, þar var geggjað brim og það var gaman að sjá fuglana flýja brimið. :D
Á leiðinni frá nesinu pikkuðum við upp puttaferðaling, unga stelpu frá Frakklandi sem var ein á ferð, við létum hana úr í Borgarnesi og héldum svo inn í land. Kallinn hafði nefnilega ákveðið að við skyldum fara Uxahryggjarleið, en hún liggur úr Borgarfirði að Þingvöllum. Þessi leið var fín, fáir á ferli og veðrið gott. Við fórum svo frá Þingvöllum malbiksleið til Laugarvatns, en þar ætluðum við að eyða helginni í sumarbústað með foreldrum og systrum kallsins míns. En úbbsídúbbsí, óvænt uppákoma! Tvö dekk undir bílnum sprungu! Kallinn hringdi í pabba sinn sem kom (reyndar eftir dágóða bið) að sækja okkur. Klukkan var orðin það margt að ekkert var hægt að gera í dekkjamálum þann daginn. Við fórum þá í bústaðinn og skildum aumingja Tex eftir á Laugarvatnsvegi. Við skemmtum okkur vel í bústaðnum, spiluðum fullt, átum góðan mat og nutum lífsins. Bílinn var svo loksins lagaður á sunnudaginn og á mánudaginn héldum við aftur í bæinn.

Myndin er tekin á Snæfellsnesi.
Just ask yourself: WWCD!