London des. 2004 Í desember síðastliðnum fór ég með manninum mínum til London. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef komið til Englands, reyndar hef ég áður farið til Skotlands. Við förum frá Keflavíkurflugvelli þann 11. um klukkan 15.00, fluginu seinkaði og vorum við ekki upp á hótel fyrr en um 11 leytið, dauðþreytt og vitlaus.

Við gistum á Regent Palace Hotel þessar 5 nætur sem við dvöldum í London. Fyrir þá sem ekki vita hvar þetta ágæta hótel er þá get ég sagt að það er liggur við beint ofan á Piccadilly Circus underground stöðinni. :)
Þetta er svaka stórt hótel á allavegna 8 hæðum og allavegna 50 herbergi á hverri hæð!

Fyrsta deginum, þ.e. deginum eftir komuna, eyddum við í göngutúr. Við löbbuðum frá hótelinu niður á Trafalgar Square og skoðuðum tvö listasöfn sem eru við torgið, National Portrait Gallery og National Gallery. Til að auka orkustuðul voran og minnka hungrið skelltum við í okkur einu stykki gómsætri pizzu frá Pizza Hut. Eftir góða máltíð skoðuðum við Trafalgar Square og tókum billjón myndir.


Annar dagurinn fór allur í að skoða British Museum, alla þess ranghala og kytrur. Ég var hrifnust af alls konar smáhlutum, t.d. Egypskum flóðhestum, kínverskum skjaldbökum og fleiru slíku, svo var Rósettasteinninn geggjaður! Gaman að sjá eitthvað svona sem maður hefur verulega áhuga á. Ein sýning í safninu, í klukkuherberginu er mér þó efst í huga. Þetta var geggjað herbergi! Klukkur af öllum stærðum og gerðum sem gefa frá sér hinum ógeðslegustu hljóð sem og hin fegurstu, mæli með þessum hluta safnsins!

Þriðji dagurinn var góður dagur. Við tókum okkur labbitúr upp Regent Street og fórum upp á Oxford Street. Við fórum í nokkrar búðir, meðal annars eina bókabúð sem ég var ástfangin af á staðnum hún var svo stór! Við versluðum reyndar lítið þennan dag, hann fór meira í labb og dund. Um kvöldið fórum við svo með tube niður að Thames og skoðuðum Big Ben og Tower of London og löbbuðum yfir einhverja brú sem er alltaf í breskum bíómyndum. Við vorum ekki svo fræg að fara í stóra hjólið þarna, ég er alltof lofthrædd til þess! *embarrased* Eftir þennan mikla labbdag vorum við bæði dauðþreytt og vorum fegin að komast inn á hótel.

Fjórði dagurinn var minn dagur! Hann fór allur í að versla föt á mig og ef ég á að segja sannleikann þá eyddi ég yfir 400 pundum í föt! :D Jæja, eftir að hafa borgað karlinum fyrir þá pínu að fara í öll söfn bæjarins þá löbbuðum við skötuhjúin gegnum Hyde Park og rákumst þar á heilan helling af krúttaralegum íkornum! Ég var að gera eitthvað funky hljóð, svona afturábak blístr-íl eitthvað og þeir komu hlaupandi! bjuggust greinilega við því að við værum með hnetur. Einn klifraði upp á girðingu sem var þarna og var alveg upp við andlitið á mér! Allavegna, ein sætustu dýr sem ég hef séð svo up close and personal.

Fimmti dagurinn var dagur brottfarar. Við röltum aðeins í Regent's Park, ætluðum að gefa íkornunum smá hnetur, en íkornarnir þar voru ekki alveg jafn gæfir og í Hyde Park. Svo Tube-uðum við heim á hótel og sóttum töskurnar og brunuðum út á flugvöll. Við vorum sein þannig að við þurftum að hlaupa að Stansted Express og hún var svo pökkuð að aumingja kallinn minn þurfti að standa alla leiðina. :(

Ég var sko aldeilis farin að hlakka til að koma heim þótt ég viti að kallinn hefði alveg verið sáttur við marga fleiri daga. Á leiðinni heim í flugvélinni sat ég við hliðina á celeb ;) Ég þóttist kannast við manninn en var ekkert að pæla meira í því, svo þegar við komum heim þá tilkynnti kallinn mér að þetta hafi verið pabbi Eiðs Smára. :p
Þegar við komum svo loks á klakann þá bar hann nafn með rentu. :o það var svoleiðis skítakuldi og hífandi bylur! En það var bara frískandi eftir þetta afburða góða London veður!

Nú lýkur þessari löngu frásögn af ferð okkar mannsins míns til London, vonandi höfðuð þið gaman af lestrinum!

Myndin er af tveimur flóðhestum, hefði alveg verið til í að taka þá með mér heim!
Just ask yourself: WWCD!