Þar sem ég sá að inn á myndum er ein útgáfa af kryddbrauði, eða allavegna myndin af hráefnunum ákvað ég að deila með ykkur þessu ótrúlega góða kryddbrauði sem amma mín gerir alltaf.

330 gr hveiti
3 1/2 tsk matarsódi
6 1/2 tsk kakó
2 tsk kanill (tæplega)
2 tsk engifer (tæplega)
2 tsk allrahanda (tæplega)
170 gr haframjöl
450 gr púðursykur
5 dl súrmjólk (eða ab mjólk)

Þetta er svo allt sett saman í skál og bakað við 160-170°c í 30-40 mín, eða þangað til kakan er hætt að syngja fyrir þig. :) (leggur hana upp að eyranu og hlustar, ef þú heyrir ýl þá þarf hún að vera lengur inni)

Ég segi nú ekki að það sé sniðugt að borða þetta á hverjum degi, enda svaka mikill sykur í þessu, en allavegna er þetta mergjaðslega gott, og þá sérstaklega volgt með smá íslensku smjöri ofan á!

Njótið vel!
Just ask yourself: WWCD!