Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

geirag
geirag Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
420 stig

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
JolaMetal: Kannski höfum við mismunandi skilning á orðinu “embættismaður” en í mínum huga þýðir það einfaldlega starfsmaður ríkisins sem sér um að taka ákvarðanir. Slíkir starfsmenn búa gjarnan við mikið atvinnuöryggi hjá ríkinu og þurfa sjaldnast að leggja eigið fé að veði í ákvarðanatöku sinni. Vona þetta geri mál mitt skýrara fyrir þér.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Já fyrir 20 árum voru Kúbumenn fremstir í lyfjaiðnaðinum og fyrir 30-40 árum voru Sovétmenn fremstir í smíði gervihnatta og eldflauga. Mannkynssagan sýnir að þegar ríki sem afneita einkaeignarréttinum setja allt púður hagkerfis síns á tiltekið svið þá ná þau árangri á því sviði á kostnað alls annars, og geta haldið forskotinu á meðan stöðnun á öllum sviðum dregur loks máttinn úr þeim. Þessu get ég ekki litið framhjá en þetta dugir ekki til að sannfæra mig um ágæti hinna alvitu...

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
JolaMetal: Vegna þess að allt hagkerfi Sovétríkjanna miðaðist við að ná framförum í hergagna- og geimiðnaði á kostnað framfara á öllum öðrum sviðum mannlífs, svo sem hefðbundins iðnaðar, matvælaframleiðslu og verslunar og viðskipta.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Fjárhagslegt öryggi sem ríkið veitir einstaklingum er letjandi. Gróðavonin er og hefur alltaf verið sá drifkraftur sem hefur knúið framfarir okkar samfélags hraðast áfram. Við vitum öll hvað varð um tilraunir Sovétríkjanna til að hvetja einstaklinga áfram án þess að eiga von á ávinning fyrir það, og gera það í nafni fjöldans og baráttu hins mannelskandi sósíalisma gegn illum kapítalisma. “Hetjuverkamenn” sem unnu eftir getu en uppskáru eftir þörfum búnir til og almenningur blekktur...

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Ég þakka þér ljómandi gott svar en á því eru þó ýmsir vankantar. Þú segir: “Mikill meirihluti fólks vill einmitt helst af öllu vera að vinna við eitthvað sem er skemmtilegt, finnast vinnan þeirra vera metin að verðleikum og finnast þeir vera að gera gagn !” Einnig: “Langstærstur meirihluti fólks sem gæti hætt að vinna vegna þess að það vann í Lottói eða eitthvað álíka, vinnur áfram. Fólk vinnur af því að því finnst það gaman og vill gera gagn. Hvatinn er ekki gróðavonin heldur það að...

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Ég játa nú að ég skil ekki eitt og annað bak við þankagang sósíalista þótt ég lesi og skilji það sem er skrifað. Hið óskrifaða er mér oft á tíðum hulin ráðgáta. Til dæmis: Hver er drifkrafturinn fyrir einstaklinga að leggja á sig mikla vinnu og áhættu til að koma hugmyndum í framkvæmd eða uppfinningum af teikniborðinu? Ég myndi telja það vera gróðavonina og vilja einstaklingsins til að bæta lífskjör sín með ávinningi af hugmyndinni. Hvað segir þú um það?

Re: Bjössi frændi vill þig!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ikeaboy: Já mörgum finnst danski herinn vera fyndið fyrirbæri og stundum er sagt að eina æfingin sem fer fram þar á bæ sé að vera sem fljótastur að leggja byssuna frá sér og lyfta höndum upp fyrir höfuð í uppgjöf. En danski herinn hefur ekki það að markmiði að sigra þýskan her sem ræðst yfir landamærin. Hann á að veita mótstöðu á meðan bandamenn eru að koma til bjargar sem yrðu kannski 1-2 dagar. Í dag er svo talað um að herlið sé nauðsynlegt til að bregðast við hryðjuverkaógn. Hana má ekki...

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Ég játa nú að ég skil ekki eitt og annað bak við þankagang sósíalista þótt ég lesi og skilji það sem er skrifað. Hið óskrifaða er mér oft á tíðum hulin ráðgáta. Til dæmis: Hver er drifkrafturinn fyrir einstaklinga að leggja á sig mikla vinnu og áhættu til að koma hugmyndum í framkvæmd eða uppfinningum af teikniborðinu? Ég myndi telja það vera gróðavonina og vilja einstaklingsins til að bæta lífskjör sín með ávinningi af hugmyndinni. Hvað segir þú um það?

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Ég las greinina sem er ágæt framsetning á hugsun sameignarstefnunnar en við þá stefnu kannast ég mætavel við og hún bætti því litlu við fyrri skrif þín þótt nafni Einsteins væri flaggað af miklum móð. En ætli þetta sé ekki frekar skref afturábak í þróun? Maurar og býflugur vinna eftur getu og uppskera eftir þörfum. Maðurinn hefur einfaldlega meiri metnað, greind og hugsun en þetta og vill af einhverjum dularfullum græðgisástæðum sífellt setja hugmyndir sínar í verk með tilheyrandi...

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
thevoid: Nei, það gerir fólk nefninlega ekki nema í örfáum undantekningartilvikum.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lyssia: Þú vitnar svo í Einstein: “Kapítalismi er nefnilega samkvæmt skilgreiningunni þannig, að eigandi fyrirtækisins leggur fram tækin sem þarf að nota, en verkamennirnir leggja fram vinnuna og framleiðir vöru sem sjálfkrafa verður eign eigandans, en ekki þeirra. Eigandinn borgar þeim laun sem eru ekki andvirði vinnunnar eða vörunnar, heldur lágmarkslaun til að verkamaðurinn geti lifað og framboð og eftirspurn eftir vinnu spilar einnig inn í, þannig geta laun farið niður fyrir venjulega...

Re: Erfitt... alveg hrikalega erfitt...

í Rómantík fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Bobby: Ég gæti sagt svipaða sögu og ég fór hreinskilni-leiðina og tapaði á henni. Láttu eins og ekkert hafi gerst og líttu á iðrun þína og samviskubit sem nægjanlega refsingu fyrir gjörðir þínar. Ef þú segir stelpunni frá þessu þá geturu kvatt sambandið. Ég tala út frá reynslu.

Re: Kárahnjúkavirkjun

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
JolaMetal: Ríkið á 50% af Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45% og Akureyrarbær 5%, og já er ríkisfyrirtæki og einnig sveitafélagafyrirtæki. Landsvirkjun er hlutafélag með sjálfstæðan fjárhag. Landsvirkjun fjármagnar ekki vegaframkvæmdir, heilbrigðisgæslu og velferðarþjónustu heldur vatnsfallsvirkjanir sem eiga að skila arði með sölu rafmagns. Þú getur að sjálfsögðu kallað fjárhag Landsvirkjunar hvaða nöfnum sem þú vilt og eignað eyðslu fyrirtækisins ríkisvaldinu, Þórólfi Árnasyni borgarstjóra,...

Re: Kárahnjúkar hækka rafmagnsverð

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Nonni69: Hver laug því að þér að rafmagn til heimilisnotkunar sé ódýrara í Danmörku en Íslandi? Rafmagn til heimilisnota á Íslandi er með því ódýrara sem þekkist á Vesturlöndum og það er að þakka hagkvæmum vatnsaflsvirkjunum útum allt land. Auðvitað borga stórnotendur minna en þú hefur sjálfur fengið magnafslátt á einhverju og ættir því ekki að láta það koma þér í opna skjöldu. Já auðvitað ættu fyrirtækin Landsvirkjun og Alcoa að hugleiða að gera eitthvað annað en framleiða rafmagn og ál og...

Re: Kárahnjúkavirkjun!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Lyra: Kárahnjúkavirkjun og áhrifasvæði hennar eru ekki nema hluti af svæðinu norðan Vatnajökuls og þótt þú talir eins og allt svæðið sé að fara undir vatn þá er það ekki svo, auk þess sem uppistöðulón verða í öllum tilvikum hluti af vistkerfinu og því alveg við hæfi að hugleiða það líka.. örlítið.

Re: Kárahnjúkavirkjun

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
jonr: 1) Ísland hefur eitt fram yfir mörg lönd sem hugsanlega bjóða lægri krónutölur og það er stöðugt stjórnmálaástand, sem mörg fyrirtæki borga fyrir að njóta. Enginn neitar því að krónutölur í Venezúela og Kína yrðu lægri en í staðinn kemur áhætta sem mörg fyrirtæki borga fyrir að losna við. Samanburður á krónutölum er því fullkomlega gagnslaus. 3) Er ekki fólksfjölgun á Akranesi þökk sé bættum samgöngum og atvinnumöguleikum td til komnum vegna álversins á Grundartanga? Ef þú sýnir mér...

Re: Kárahnjúkavirkjun!

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Lyra: Þú þarft nú ekki að æsa þig þótt þú hafir fengið örlitla vangaveltu sem þú hafðir ekkert svar við. Ég veit að þú ert á móti virkjun og uppistöðulóni á litlum hluta af sand- og mosaflæmum svæðisins norðan Vatnajökuls. Þér að segja svo þá stendur til að stofna þjóðgarð norðan Vatnajökuls og þar sem þú hafðir greinilega enga hugmynd um það þá er hér bent á lesefni: http://www.umhverfisraduneyti.is/interpro/u mh/umh.nsf/pages/Vatnajokulsskyrslur (muna að laga bil sem myndast í slóðina,...

Re: Kárahnjúkavirkjun

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
JolaMetal: Hvernig færðu það út? Ég er ekki hrifinn af því að iðnaðarráðherra hafi haft eitthvað við samninga Landsvirkjunar og Alcoa að gera, en lengra ná ríkisútgjöldin ekki.

Re: Kárahnjúkavirkjun

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
gerdam: Nokkrar spurningar úr því þú ert búinn að “kynna þér málin”: 1) Hvar fékkstu upplýsingar um hvað Alcoa er tilbúið að borga fyrir raforkuna? Þar sem þetta hefur verið ansi veigamikill þáttur af málflutning andstæðinga virkjana, bæði í Búrfelli á sínum tíma og Kárahnjúkum núna, þá þætti mér vænt um að fá þessar upplýsingar úr því þú talar eins og þú hafir þær. 2) Fjármálastofnanir virðast ekki taka undir þessar þensluáhyggjur þínar þótt einhverjar kommur í vaxtahækkunum séu viðbúnar...

Re: Kárahnjúkavirkjun

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Lyra: Já auðvitað telur þú að allt sem fer undir vatn verði að auðn og að allar afleiðingar virkjunarinnar verði slæmar fyrir náttúruna. Sömu sögur voru sagðar um Búrfellsvirkjun á sínum tíma og Sigöldu og Hrauneyjafoss og myndun Þórisvatns á sandflæmum Suðurlands, svo ég tali nú ekki um flúorrykið úr álverinu í Straumsvík sem átti að þekja allt Reykjanesið. Litríkar lýsingar af náttúrhamförum eru hins vegar ekki árangursrík baráttuleið til lengdar. Staðreyndir, niðurstöður hlutlægra...

Re: Seinfeld-snilldin

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Góðar fréttir sem ég er þakklátur fyrir!

Re: Tillögur að betra menntakerfi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
kjarri1: 1. Ég hef ekkert á móti styttingu skólans fyrir þá sem það kjósa. Ég hef heldur ekkert á móti lengingu skólans fyrir þá sem það kjósa. Sveigjanleiki skóla er lykilatriði svo nemendur geti haft sem mest frelsi í sínu námi og mögulegt er. Sveigjanleika skóla má auka á ýmsa vegu, og er til dæmis auðvelt að bjóða út rekstur skólanna til einkaaðila þótt ríkið fjármagni áfram reksturinn. 3. Niðurgreiðslur í landbúnaðinn fara í að niðurgreiða kostnað við lambakjötsframleiðslu og...

Re: Borgarstjórinn og olíumálin

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
midgardur: Hvað í ósköpunum ertu að meina? Hvenær hefur Davíð sagt að séu milljarðar sognir útúr olíufélögunum þá muni það mjög auðsjáanlega lenda á neytendum? Ekki hef ég séð hann segja það þótt hann sjái þetta eflaust líka. Þú getur ekki klínt hinu augljósa upp á einhverja flokkspólitík. Ef þú sýgur milljarða útúr fyrirtækjum þá munu þau leitast við að ná þeim til baka. Já auðvitað geta fleiri olíufélög byrjað hér á landi og selt vörur frá sömu erlendu risum, nú eða fundið nýja eins og...

Re: Tillögur að betra menntakerfi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
kjarr1: 1. Já ég veit að það er rukkað fyrir meira en skráningargjöld og efniskostnað í Hraðskólanum og sumarskólum. Hins vegar kostar mikið að lifa sem námsmaður, sama hver maður er, og hugsaðu bara um sparnaðinn sem næst með því að helmingja fjölda námsára! Þetta er því raunhæfur valkostur fyrir þá sem það kjósa, fyrir utan að fara í hefðbundinn áfangaskóla og velja hraðáfanga og flýta námi sínu þannig, án þess að borga aukreitis fyrir. 3. Já auðvitað “mætti” eyða meira í skólakerfið,...

Re: Tillögur að betra menntakerfi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
amiga84: Þótt ég hafi gríðarlega margt út á hugmyndir þínar og ýmsar fullyrðingar að setja ætla ég að vera stuttur í spuna vegna tímaskorts í augnablikinu: 1. Auðvitað er skólakerfið stirt enda er því öllu miðstýrt frá Sölvhólsgötu. Hvernig ætlar þú að sveigja til miðstýrðu apparati allra nemenda á Íslandi? Að öðru leyti er ég sammála þér í því að ef nemendur kjósa sem svo þá eigi þeir að geta klárað sinn menntaskóla fyrr. Í áfangaskólum er hægt að taka hraðáfanga og sumarskóla og ná amk...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok