Ég ætla aðeins að segja álit mitt á Kárahnjúkavirkjun og svona sem tengist henni!
Síðasta haust fór ég að mótmæla upp á Kárahnjúkum. Þar var fullt af fólki að mótmæla, eins og þið kannski vitið af því að þetta kom í fréttunum nokkuð oft. Ég var að labba til baka í bílinn og þá komu einhverjir menn sem voru að vinna þarna, ekki nóg með það heldur að þeir eru að tala um hvað þetta listamannspakk ( við sem vorum að mótmæla) vorum að gera þarna, þeir sögðu að við værum að óvirða íslenska fánann (ég skil nú það ekki alveg vegna þess að það voru þeir sem keyrðu yfir þá). Síðan voru þeir komnir alveg að mér og stoppuðu mig og spurðu: Hvað er svona krakkarassgat að gera hérna? “Veistu eitthvað til hvers við erum að gera þetta og hvað við erum að gera fyrir ykkur?”
mér finnst þetta nú bara vera þvílík frekja í þessum mönnum!?
já og það er ekkert smá fallegt þarna, það er ekki eins og að það sé bara verið að eyðileggja eitthvað pínulítið sem öllum sé sama um! og mér finnst þetta hræðilegt hvað það sé verið að eyðileggja fallegt landssvæði bara fyrir pínlítið rafmagn sem endist í mesta lagi í 90 ár!!!! plús að ef það kemur flóðbylgja, sem gæti alltaf gerst, mundi stíflan bresta og þá mundi allt vatnið fara í jökuldal og þar á ég mjög marga vini! og ef það tækist nú ekki að vara allt fólkið við… hvað haldið þið að margir gætu drukknað?!
þetta gerðist í Ítalíu. Impregilo ákvað að byggja virkjun í mjög fallegum dal á Ítalíu, svo dag einn kom bara risa flóðbylgja og skall á stíflunni. og pælið í þessu 2.000 manns drukknuðu á 2 mínútum! þetta er alveg satt! og mér finnst líka engin smá frekja í þessum Ítölum! Þeir komu bara á Egilsstaðabýlið, sem er hótel, og heimtuðu að fá allt hótelið! konan sem vinnur þarna sagðist ekki getað leyft þeim það því að það var fullbókað! þá heimtuðu þeir bara að hún mundi afbóka allt! hún sagði bara nei og þá urðu þeir ekkert smá fúlir og sögðu: “ Don't you know who we are and what we are going to do fore you!? ég meina það ég mundi í alvörunni kála þessum Ítölum ef ég kæmi nálægt þeim!
Ítalarnir lesa oft skýrslurnar sínar út í garði og þeir eru oft að reykja! og það býr gömul kona við hliðina á þeim og þeir hentu alltaf sígarettu stubbum í blómabeðin hjá henni! svo einn daginn var hún búin að fá alveg nóg af þessu og týndi alla sígarettustubbana upp, labbaði inn til Ítalanna og skellti sígarettustubbunum á borðið og sagði hátt ”NEI" og ég held að þeir hafi skilið þetta því að þeir hentu allavega ekki fleiri stubbbum í blómabeðinn hennar! Okey þetta er allavega mín skoðun á þessu máli og ég ætla ekkert að banna ykkur að að hafa skoðun á þessu máli! en ég vil biðja alla Íslendinga hvaða skoðun sem þeir eru á að þeir allavega hugsi sig pínulítið um og vonandi sjá þeir að þetta sé bara algjört kjaftæði!!!!!!!