Seinfeld-snilldin Upp á síðkastið hef ég verið að vinna að því að horfa á alla Seinfeld-þættina. Ég hafði séð mjög marga áður en vantaði samt helling upp á. Nú er ég búinn að horfa á um 120 þætti og um 50 þættir eru eftir.

Áður en þetta maraþon-áhorf mitt hófst þá vissi ég alveg að Seinfeld-þættirnir væru snilld. Þeir hafa jú unnið kosningar um hvað fólk teldi vera bestu sjónvarpsþætti síðustu aldar. Í hverjum þætti er sérstakur söguþráður sem vindur upp á sig allan tímann og nær hámarki í lokin. Ekki þýðir að byrja horfa á Seinfeld-þátt þegar hann er kominn eitthvað áleiðis. Þá skiljast brandarar verr eða bara ekki neitt! Þetta umfram margt annað aðgreinir Seinfeld frá öðrum “venjulegri” sjónvarpsþáttum.

Allir Seinfeld-þættir eru hluti af stórum söguþráð allra þáttanna á undan. Sífellt er verið að vísa í persónur, hluti og atburði úr fyrri þáttum. Þetta er ekkert nýtt og gildir um flesta vel skrifaða sjónvarpsþætti. Þessar vísanir í fyrri þætti koma oft ekki fram nema í einni setningu. Sá sem þekkir Seinfeld-þættina hlær en sá sem ekki þekkir til skilur ekki hvað var svona fyndið.

Margir kunna ekki við Seinfeld-þættina af því að aðalpersónan, Jerry Seinfeld, er einhvern veginn of mikið svona og of mikið hinseginn og kann ekki að leika. Satt er það að hann kann ekki að leika og leikarinn Seinfeld veit það og aðdáendur Seinfeld vita það. Enda breytir það engu. Framleiðandinn og handritshöfundurinn Jerry Seinfeld bætir upp fyrir leikarann Jerry Seinfeld og vel það. Án leikarans Jerry Seinfeld væri erfitt að hugsa sér Seinfeld-þættina. Aðrar aðalpersónur eru líka miklu meira en næg uppbót fyrir leikhæfileika! Persónurnar Elaine, Kramer, George og Newman eru fyrir löngu orðnar klassískar og menn skiptast sífellt á skoðunum um það hvaða persóna sé fyndnust og best og þar fram eftir götunum.

Seinfeld-þættirnar eiga sér harðari aðdáendur en flestir aðrir þættir og eru til að mynda uppáhaldið mitt. Ég skal samt ekki segja um Friends, Simpsons og önnur stór nöfn í grínþáttabransanum. En ákafir aðdáendur Seinfeld hafa þó orðið fyrir vonbrigðum með framleiðandann Jerry Seinfeld því sá hefur ekki í hyggju að gefa þættina út á DVD eða vídeóspólum. Sem betur fer hafa framtakssamir menn tölvuvætt þætti hans svo netverjar geta nú skipst á þeim og notið um ókomna tíð.

Seinfeld voru og eru snilld. Best að fara horfa á eins og 2-3 stykki núna……