Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ? Síðustu ár ævi sinnar lagði Albert Einstein miklar rannsóknir á mannfræði og aðrar samfélagslegar vísindagreinar í leit sinni að möguleikanum á frelsi og mannúð einstaklingsins og við þær rannsóknir snerist hann til sósíalisma.
Á hátindi kaldastríðsins 1949 skrifaði hann ritgerðina “Why Socialism ?” sem birtist í fyrsta tölublaði tímaritsins Monthly Review, þar sem hann kom með rök um að sósíalismi væri eina rétta leiðin til að skapa góðan heim fyrir alla.

Í fyrsta lagi þá talaði hann um það sem við öll vitum í dag, að það hefur aldrei verið reynt á sósíalískt samfélag og að sagnfræðin sýni okkur efnahagsleg undirstaða flestra voldugustu ríkja mannkynssögunnar hafi byggst á því að sigra önnur lönd og arðræna.
Hann vill meira að segja meina að í gegnum söguna hafi maðurinn aldrei komist af því stigi að haga sér eins og villidýr, en að þar sem raunverulegur tilgangur sósíalisma er akkúrat sá að þróast frá villidýrinu yfir í siðaðri verur þá sé erfitt að nota nútíma hagkerfi til að velta fyrir sér sósíalísku samfélagi framtíðarinnar.

Grunninn að niðurstöðu Einsteins um að Sósíalismi sé nauðsynleg þróun fyrir mannkynið byggir hann á rannsóknum sínum á mannlegu eðli og mannlegri þörf. Hann bendir á mannkynið sé í félagslegri kreppu þar sem fólk er einmanna þó það sé í hóp af fólki.

Um þetta segir hann þessa sögu :
“I recently discussed with an intelligent and well-disposed man the threat of another war, which in my opinion would seriously endanger the existence of mankind, and I remarked that only a supranational organization would offer protection from that danger. Thereupon my visitor, very calmly and coolly, said to me: “Why are you so deeply opposed to the disappearance of the human race?”
Einstein vildi meina að svona skeytingaleysi um framtíð mannsins sé einmitt afleiðing þessa kaldranalega einstaklingshyggjusamfélags sem hefur verið að þróast og í ritgerðinni leitast hann eftir að finna orsakir þess og leið til að breyta þessu.

——————————-
Samfélagið og einstaklingarnir.
——————————-
Ein stein telur að það sé bæði eðli og þörf mannsins að leggja rækt við sjálfan sig sem einstakling og félagsveru.
Að sem félagsleg vera þá hafi maðurinn þörf fyrir að vernda sig og sína nánustu, að fullnægja persónulegum þörfum sínum að öðlast virðingu og viðurkenningu meðal annarra manna, að gleðjast með þeim og syrgja með þeim og hjálpa til við að bæta lífskjör þeirra.
Aðeins þannig geti einstaklingurinn öðlast andlegt jafnvægi og lífshamingju.
Hann talaði um að umhverfið hafi mest áhrif á einstaklinginn, að samfélagið sem við fæðumst í og þroskumst í myndi hegðun okkar og skoðanir, og að með viðurkenningu á ákveðni hegðun og lasti á aðrar.
Og að þó að við séum einstaklingar sem getum hugsað, fundið til og unnið sjálf þá erum við svo mjög háð samfélaginu okkar á líkamlegan, andlegan og tilfinningalegan veg að það sé ómögulegt að tala um eða greina mannveruna án þess að skoða það samfélag sem hann býr í.
Það er samfélagið sem sér manni fyrir fötum, mat, heimili, verkfærum, tungumáli, og tilfinningum. Og að einstaklingurinn er það sem hann er og fær það sem hann fær vegna vinnu og afreka milljóna annarra einstaklinga, bæði forfeðra og samtímamanna.

Í gegnum mannfræðilegar rannsóknir hafði Einstein lært að félagsleg hegðun mannsins getur verið mjög ólík eftir samfélögum og það var þess vegna sem hann fann von um að það sé hægt að bæta mannkynið, að við séum ekki dæmd til að vera grimm og sjálfselsk.

————-
Kapítalisminn
———- —
Einstein benti á að með aukinni tækni og breyttum lífsgæðakröfum sé einstaklingurinn alltaf að gera sér betur og betur grein fyrir þörf sinni á samfélaginu, en að einstaklingurinn líti ekki á það sem góðan hlut eins heldur finnist það vera að ógna sjálfstæði sínu eða jafnvel eignarétt sínum.Og það sem meira er að það sé alltaf meira og meira verið að hampa á einstaklingshyggjunni en fordæma samfélagslega hugsjónir og að allir einstaklingar í samfélagi okkar þjáist fyrir þetta.
Þeir eru óafvitandi fangar eigin einstaklingshyggju og þeir eru óöruggir, einmanna og leiðir á einföldum gleðigjöfum.
Einstein taldi að einstaklingurinn geti aðeins fundið tilgang lífsins með því að finnast hann hluti af samfélagi og gefa af sér til annarra.

Einstein taldi einnig að hið villimannslega kapítalíska kerfi væri hin sanna uppspretta þessarar óhamingju.
Honum blöskraði að horfa á heiminn þar sem er stórt samfélag af fólki sem stritar alla daga fyrir aðra og fá minnstan hluta af arðinum sjálfir.
Honum fannst að fólk ætti rétt á raunverulegu virði framleiðslu sinnar en svo er sjaldnast raunin í kapítölsku efnahagskerfi.
Kapítalismi er nefnilega samkvæmt skilgreiningunni þannig, að eigandi fyrirtækisins leggur fram tækin sem þarf að nota, en verkamennirnir leggja fram vinnuna og framleiðir vöru sem sjálfkrafa verður eign eigandans, en ekki þeirra.
Eigandinn borgar þeim laun sem eru ekki andvirði vinnunnar eða vörunnar, heldur lágmarkslaun til að verkamaðurinn geti lifað og framboð og eftirspurn eftir vinnu spilar einnig inn í, þannig geta laun farið niður fyrir venjulega þörf verkamannsins ef margir eru um sömu vinnuna.
Eigandinn hirðir svo ágóðan í eigin vasa.

Einstein sagði að einkarekstur hefði tilhneigingu til að færast sífellt yfir á færri og færi hendur, að hluta til vegna samkeppni innan kapítalistanna og að hluta til vegna tækniframfara sem gerir það að verkum að stærri einingar eru hægkvæmari en litlar.
Afleiðing þessarar þróunar er sú að nokkrir einstaklingar verða gífurlega ríkir og öðlast þar með gífurleg völd, sem erfitt er að hafa taumhald á, meira að segja í lýðræðislegu ríki.
Það sýnir sig t.d. með því að stjórnmálamenn eru yfirleitt fjármagnaðir af þessum ríku einstaklingum sem vilja fá eitthvað fyrir sinn skerf.
Þannig er ekki aðeins ljóst að lýðræðislega kosnir stjórnmálamenn standa ekki almennt ekki vörð um hagsmuni þeirra sem neðar eru í samfélaginu fram yfir þá ríku, heldur stjórna þessir fáu kapítalistar bæði beint og óbeint öllu upplýsingaflæði með útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum og jafnvel skólum og þar með getur verið mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt fyrir hinn almenna borgara að nýta sér borgaralegan rétt sinn á upplýstan hátt.
Kapítalisminn byggir einnig á hugsuninni að græða en ekki að gera gagn.
Það er heldur engin trygging fyrir því að allir sem geti og vilji vinna hafi vinnu og verkamenn eru í sífeldum ótta um að missa vinnuna.
Aukin tækni hefur oft í för með sér meira atvinnuleysi í stað þess að auðvelda mönnum vinnuna fyrir heildina, því eigendurnir græða meira á því að losa sig við fólk en að nota tæknina fyrir fólkið.
Gróðahugsjónin veldur sífelldri samkeppni milli kapítalistanna sem er ástæða fyrir miklum sveiflum og óstöðugleika í hagkerfinu, mikilli hagsæld sem hrapar alltaf niður í djúpar kreppur. Þessi óhefta samkeppni hefur líka í för með sér gífurlega eyðslu á vinnuafli og hráefni í ekki neitt og einnig skemmir þessi hugsun félagsleg sjónarmið einstaklingsins.

Eða eins og Einstein sagði :
“This crippling of individuals I consider the worst evil of capitalism. Our whole educational system suffers from this evil. An exaggerated competitive attitude is inculcated into the student, who is taught to worship success as a preparation for his future career. “

——————–
Sósíalismi er leiðin
——————–
Einstein var sannfærður um að sósíalískt samfélag væri eina leiðin til að breyta snúa við þessari þróun sem honum fannst vera rót alls ills í nútímasamfélagi.
Til þess að gera það taldi hann að það ætti að nota menntunarkerfið og innrita meiri félagshyggju en samkeppnishyggju í fólk. Með þesskonar menntun og uppeldi í stað þeirrar sem við byggjum á í dag myndi fólk þróa með sér ábyrgðartilfinningu fyrir náunganum í stað þess að dýrka völd og frama eins og gert er í dag.
Hann talaði um að í sósíalísku samfélagi myndu tækin og afurðir þeirra vera í eign fólksins sjálfs og væru nýtt á skipulagðan hátt.
Skipulagt hagkerfi sem þjónaði þörfum samfélagsins en ekki með það að leiðarljósi að græða á samfélaginu, myndi tryggja öllum einstaklingum góð lífskjör.
En hann benti einnig á að við mættum ekki gleyma því að skipulagt hagkerfi eitt og sér væri ekki sósíalismi.
Því án ástar og mannúðar og frelsis getur sósíalismi ekki þrifist.

——————————————- ——————
heimild : Monthly Review, 1.tlb. maí 1949, “Why Socialism ?”