Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er rafmúsik framtíðin?

í Raftónlist fyrir 21 árum, 6 mánuðum
ég var nú að hugsa um þetta “staðlaða” rokk, þ.e.a.s. sem varð til upp úr 1950 - auðvitað var sú tónlist undir áhrifum héðan og þaðan en varð ekki til sem tónlistarstefna fyrr en þá.

Re: Er rafmúsik framtíðin?

í Raftónlist fyrir 21 árum, 6 mánuðum
… og eitt enn … Það er skemmtileg en nokkuð óþekkt staðreynd að raftónlist er eldri en rokktónlist. Ég á sjálfur upptökur frá um 1948 af raftónlist en reyndar höfðu grúskarar verið að vafrast í tilraunum með elektróník miklu fyrr. Reyndar hefur raftónlistin þróast mikið á þessum tíma og tók mikið stökk með tilkomu tölvunnar - bendi áhugasömum á 3 diska safnið OHM: The Early Gurus of Electronic Music 1948-1980

Re: Er rafmúsik framtíðin?

í Raftónlist fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta er nú það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Síðan hvenær þarf einhver stöðluð rokkhljóðfæri til þess að búa til músík???? má ég kannski benda á að Beethoven (var heyrnarlaus) skrifaði einfaldlega nótur - bjó til tónlist með blaði og penna og í dag er enn verið að hlusta á það sem hann samdi fyrir nokkuð hundruð árum. Það eru sífellt að koma nýjar aðferðir og ný tækni við að búa til tónlist og þeir sem eru á móti því ættu bara að hugsa hvernig það væri ef þróun rokksins hefði staðar numið...

Re: Gullöldin... Af hverju sér áhugamál???

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Afhverju ætti að búa til sérstakt áhugamál yfir einhverja tvo áratugi í rokksögunni þar sem jafn miklar breytingar áttu sér stað á tónlist eins og hafa átt sér stað alla tíð síðan. Ef fólk hefur eitthvað hlustað á tónlist þessa tíma þá veit það að músíkin frá 1975 var allt öðruvísi en árið 1955 Hvað eiga svo sem LedZep og Elvis svona mikið sameiginlegt að það þarf að búa til sérstakt áhugamál fyrir það - nákvæmlega ekkert! Að auki sýnist mér ekki að það séu það margar greinar á rokk um...

Re: Kvikmydnagerð!!!!

í Hugi fyrir 21 árum, 6 mánuðum
… áfram með kvikmyndagerðina …

Re: útsendari hins illa með annarlega kynhegðan!

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Alveg sammála! Persónulega finnst mér að það ætti að senda lögregluna inn í þessa söfnuði og á Omega til þess að rannsaka með hvaða hætti þessir fjármunir sem halda starfseminni uppi er fengnir. Það er alveg vitað mál að þessir predikarar á borð við Gunnar & co eiga stærðarinnar einbýlishús og keyra um á nýjum jeppum andstætt við þá sem borga tíund ofl. í þessa söfnuði. Það er skítalykt af málinu!

Re: The Shining (1980)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég mæli eindregið með að fólk sjái frekar bandarísku útgáfuna en þá evrópsku því að hún er mun lengri. Kubrick stytti sjálfur myndina úr 146 mínútum niður í 119 fyrir evrópumarkað, ég hef séð báðar útgáfur og er sú bandaríska miklu betri. Einnig tók Kubrick upp mismunandi útgáfur á atriðinu þegar Wendy les það sem Jack hefur skriað fyrir ensku, þýsku, frönsku og spænsku (held ég) útgáfurnar. Í ensku útgáfunni hefur Jack skrifað: “All work and no play makes Jack a dull boy” Ég hef líka séð...

Re: Masters of the Universe (1987)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
hehe sá þessa mynd einmitt í bíó í denn - var í regnboganum eða stjörnubíó minnir mig. Hún skildi nú ekkert voðalega mikið eftir sig en svo sá ég hana aftur á jóladag fyrir 2 árum í þýska sjónvarpinu (auðvitað á þýsku) og hló mig máttlausan … eða þannig

Re: Manhunter (1986)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sá þessa mynd fyrir nokkrum árum og fannst hún alveg hrikalega leiðinleg - sofnaði nokkrum sinnum yfir henni. Var meira að segja búinn að steingleyma hvernig sagan væri þegar ég sá svo Red Dragon - sem betur fer.

Re: waves slúður

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
ó jú þú misstir af heilmiklu - og ég vorkenni þér ekkert, þú getur séð sjálfur um það

Re: nýafstaðin Airwaves.

í Músík almennt fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Airwaves var frábær og er alveg öruggt að maður lætur sig ekki vanta í framtíðinni. Á fimmtudagskvöldið kíkti ég á Smekkleysukvöld á Grand Rokk þar og sá Curver flytja óhljóðaverk sem gekk út að spila margar smekklausar plötur samtímis og mátti maður hafa sig allan við að reynda greina hvað var verið spila. Næst kom Sjón á sviðið með kanildúfurnar sínar og flutti nokkar ljóð með nokkuð skemmtilegum hljóðheimi. Næst var haldið á Sirkús þar sem Hudson Wayne spiluðu ágætis lágstemmda...

Re: KVIKMYNDAGERÐ!!!!

í Hugi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sem atvinnukvikmyndagerðarmaður styð ég það 100% - mar gæti þá gert það að áhugamáli líka…

Re: Besta rokkhljómsveit allra tíma!

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er nú óþarfi að verða sár þó þú sért vitlaus og þekkir ekki til helstu sveita rokksögunnar lol

Re: Besta rokkhljómsveit allra tíma!

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ó NEI The Birthday Party var og er lang besta rokksveit sem fram hefur komið í manna minnum

Re: Er Gus Gus búið dæmi??

í Músík almennt fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hef nú aldrei verið neinn GusGus aðdáandi og bjóst nú eiginlega ekki við neinu sérstöku frá þeim á Airwaves. En þeim tókst alveg að koma mér á óvart og fannst mér sjóvið þeirra stórfínt - og skemmdu frábæru videóin fyrir. GusGus er sko orðin miklu miklu betri en hún var, loksins komin með einhverju stefnu sem þau geta fylgt í stað þess að væflast á milli allskonar hluta sem þau náðu aldrei að sannfæra fólk með.

Re: Placebo

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fyrsta platan, Placebo, er best að mínu mati! annars finnst mér besta lagið þeirra vera Without You I'm Nothing af samnefndri plötu

Re: Stereolab tónleikar á Grand Rokk

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
ekki svo ég viti um. þetta virðist bara vera verðið í dag og maður verður bara að lifa við það… ég ætla að minnsta kosti að fara á báða tónleikana þrátt fyrir verðið

Re: Yo La Tengo

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú þarft ekkert að hætta við að skrifa grein um YLT… það verður aldrei of oft skrifað um góðar hljómsveiti

Re: Ahverju eru geisladiskar svona dýrir???

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
einmitt! HÆTTIÐ AÐ VERSLA VIÐ SKÍFUNA! það er miklu ódýrara að versla bara á netinu - og miklu meira úrval. ef þið viljið endilega versla hérna gerið það þá hjá litlu búðunum! www.opalmusic.com www.othermusic.com og svo er alltaf mikið úrval hjá amazon

Re: Squarepusher Untitled 12"

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
nei, það er ekkert númer á plötunni en hún er samt örugglega frá Warp

Re: Hvað er verið að hlusta á?

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Desaparecidos - Read Music/Speak Spanish Pussy Galore - Sugarshit Sharp Tocotronic - Tocotronic Residents - Duck Stab/Buster & Glen Popshopping !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Re: Primal Scream!

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
veit ekki en hlakkar rosalega til að heyra plötuna. hún hefur fengið alveg svakalega misjafna dóma, allt frá því að vera rökkuð niður í það að vera kölluð meistaraverk!

Re: íslenskt gott

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Purrkur Pillnikk S.h. Draumur Ham

Re: Stereolab

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
NEI. Mér leiðist bara að sjá nafn uppáhaldshljómsveitarinnar minnar vitlaust skrifað!

Re: Stereolab

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég ætla bókað á báða tónleikana, ekki spurning. (svo heitir sveitin Stereolab en ekki Steriolab)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok