Leikstjóri:
Stanley Kubrick

Aðalhlutverk:
Jack Nicholson, Shelley Duvall, Danny Lloyd, Scatman Crothers, Barry Nelson, Philip Stone, Joe Turkel, Anne Jackson, Tony Burton, Lia Beldam, Billie Gibson, Barry Dennen, David Baxt, Manning Redwood, Lisa Burns

Framleiðsluár:
1980

Framleidd af:
Warner Bros., Peregrine, Hawk Films

Lengd myndar:
119 mínútur



Þessi mynd er ein ein geðveik og frábær hrollvekja. Jack Nicholson frábær sem kemur ekkert á óvart, hann er alltaf jafn góður sem geðsjúklingur. Myndin segir frá því að maður(Nicholson) sækir um starf á fjallahóteli yfir vetrartímann. Hann fær starfið og hann hlakkar mikið til af því hann er rithöfundur og ætlar að nýta tímann í skrif. En hann er varaður við að fyrri húsvörður hafi sturlast og myrt fjölskyldu sína með öxi. Hann tekur auðvitað ekkert mark á þessu. Svo fer hann til borgarinnar og nær í konu sína og strák. Stráknum(sem er um það bil sex ára) lýst ekkert mjög vel á að flytja en lætur samt undan. Þegar þau eru flutt og allir aðrir starfsmenn hótelsins eru farnir kemur skyndilegt óveður sem gerir ófært að hótelinu, þá fara að gerast skrítnir hlutir. Drengurinn fer að sjá stelpur mannsins sem var húsvörður, sem myrti þær. Faðirinn fer að sjá fullt að fólki og mamman er hrædd. Þá sturlast Nicholson alveg, og nær í exi og ætlar að myrða fjölskyldu sína. En hvert á hún að flýja? Blindhríð og brjálað veður úti, og víðáttumikið hótel og sturlaður faði(eiginmaður).


En eitt í viðbót, myndin sem inniheldur engin bregðuatriði, hvað verður til þess að hún sé svo hryllileg?
Jú, svarið er Baðherbergisatriðið einhverntímann í endann og MúSíKIN, shitt marr, ég skeit á mig í hvert sinn sem þessi tónlist kom, því þá var alltaf eitthvað að gerast.

'eg gef þessari mynd *** af ***** stjörnum