Ég varð vitni að skelfilegum tónleikum þessarrar ágæta hóps listamanna á ný afstaðinni airwaves. Gus Gus voru skelfileg. Það eina góða sem frá þeim kom þarna um kvöldið var þegar fyrrum meðlimurinn Daniel Ágúst kom og tók eitt lag. Þegar hann kom á sviðið brá mér í fyrstu og fann fyrir mikilli gleði. “hann kominn aftur”. En sú stund hvarf fljótt úr hjarta mínu. Hann tók einungis eitt lag sem var það besta sem hópurinn tók á sviðinu. En svo tók hann bara utan um stelpuna og kvaddi. ég fann söknuðinn en hugsaði, “ég gef þeim séns”. síðan héldu þau áfram og viti menn, þetta var aftaka. Hægt og rólega tók fólkið að hörfa undan ræpunni sem lak úr hátölurunum og ég varð fljótt einn af þeim og ákvað að verja tímanum mínum frekar í sígó og bjór.
Þessi gaur sem var á sviðinu var frekar pirrandi, hann gerði lítið annað en að eipa í fóninn eikkað sem enginn skildi og reyndi að rífa upp stemmningu sem aldrei mindaðist. Ég reyndi gleymdi mér aðeins þarna fyrir framan sviðið til þess eins og horfa á video-ið sem varpað var uppá tjaldið í bakgrunninum. Það hefur lengi einkennt þennan frábæra listamannshóp. Það var mjög áhugavert að horfa á konu pissa fyrir framan fallegan foss.
Er Gus gus búin að missa það? JÁ!! það er nokkuð ljóst. Maður dauðsaknar Purple, Polyester Day og öðrum frábærum smellum sem komið hafa frá þeim. Eftir að þau misstu Daniel Ágúst og stelpuna (man ekki í augnablikinu hvað hún heytir) varð manni ljóst að nú væri það búið. Daniel Ágúst er einn sérstæðilegasti listamaður sem við höfum. Þið sem voruð vitni af atriðinu hans á Iðnó síðastliðin föstudag skiljið hvað ég er að tala um. Það atriði var fræbært. Að maðurinn skuli geta komið á svið með ballerínu pils um hálsinn og samt náð að sannfæra fólkið um snilli sína sem listamaður. Svona menn eru alvöru listamenn. hann var með stórkostlegt atriði sem seint verður gleymt.
Við skulum minnnast þessarrarr fyrrverandi frábærra hóps með góðum álitum..

Smali