Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nick Cave & The Bad Seeds - Tender Prey, smá umfjöllun. (15 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég gekk inn í Pennann, Glerártorgi fyrir einhverjum tvem vikum síðan. Ég hafði svosem ekkert ákveðið þegar ég kom þar inn. Eina sem ég vissi var að ég hafði hugsað mér að kaupa mér eitt stykki geisladisk. Ég var svo eitthvað að gramsa í einum rekkanum þarna, þegar ég rakst á diskinn Tender Prey, með Nick Cave & the Bad Seeds. Ég hafði þegar þetta átti sér stað, verið að huga að því síðastliðið ár að kaupa mér disk með þeim, án þess þó að vita neitt sérstaklega mikið um tónlistina þeirra. En...

Jaco Pastorius (23 álit)

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jaco Pastorius fæddist í Ft. Lauderdale þann 1. des 1951. Hann var skírður John Francis Anthony Pastorius III en pabbi hans tók upp þann sið að kalla hann Jocko eftir hafnaboltaleikmanninum Jocko Conlan. Hann hélt því nafni svo til dauðadags, þótt hann hafi bersýnilega breytt því örlítið. Jaco var alltaf óvenju hæfileikaríkur sem barn og varð mjög hæfur í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka oft talinn mjög góður í flestum íþróttum og hafði sérstaklega gaman að...

Bomtown Rats - Best of (4 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég hef ekkert að gera svo af hverju ekki bara að skrifa grein. Hún á að vera plötudómur á disk sem ég keypti mér fyrir stuttu síðan og er best of diskur með semi-pönk hljómsveitinni Boomtown Rats. Þetta er ekki mjög fræg hljómsveit sem er vægast sagt nokkuð skrítiðþar sem að þeir eru mörgum sinnum betri tónlistarmenn heldur en margar aðrar pönk hljómsveitir. Það er reyndar ástæðan sem ég kýs að kalla þá semi-pönkara, ekki beint jafn “hardcore” í þessari stefnu og t.d. Cpt Sensible eða Rat...

Gætu Man City orðið Everton næsta tímabils? (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Nú er það væntanlega enn í fersku minni, fyrir þá sem horfa á enska boltann, árangur Everton í úrvalsdeildinni á seinasta tímabili. Hvernig þeir byrjuðu tímabilið af svakalegum krafti og einnig hvernig engin trúði því að þeir myndu ná að hanga svona út tímabilið, en þeir gerðu það. Þeir kláruðu meira að segja nógu ofarlega til að komast í Meistaradeild Evrópu. Nú er ég að hugsa hvort það gæti einnig orðið raunin fyrir Manchester City á þessu tímabili. Það er að sjálfsögðu algjörlega...

Frank Zappa, the story of. (35 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jæja, þá er enn kominn tími til að skrifa nýja grein og eins og svo oft áður hef ég ákveðið að skrifa grein um sögu tónlistarmanns og sá sem varð fyrir valinu í þetta skiptið var Frank Zappa. Frank Zappa fæddist í Baltimore 21. des. 1940. en flutti tíu ára að aldri til Kalíforníu vegna starfs sem pabbi hanns tók. Þess má til gamans geta að það starf var við að prófa hinar ýmsustu eitruðu gastegundir fyrir herinn. Hann byrjaði tónlistarferil sinn sem trommari í fjölda mismunandi bílskúrsbanda...

Offjölgun í heiminum. (80 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Í heiminum í dag búa um sex og hálfur milljarður manna. Ég las í heimsmetabók Guinnes að árið 1955 bjuggu aðeins tveir og hálfur milljarður manna á jörðinni. Vá, það þýðir að fjöldi manna í heiminum hefur þrefaldast á seinustu fimmtíu árum og að eftir önnur fimmtíu ár verði fjöldinn orðinn nítján og hálfur milljarður, ef að fjölguninn sjálf myndi ekki verða of mikil. Þetta er náttúrulega allt spurning um hvað jörðin getur haldið mikið af fólki. Flestir segja bara að þetta sé ekki enn orðið...

The Hollies, the story of. (6 álit)

í Gullöldin fyrir 19 árum
Nú ætla ég að skrifa grein um snilldar hljómsveit sem ég var bara rétt núna að eignast disk með. The Hollies. Fyrir u.þ.b fjórum áratugum ákváðu félagarnir Tony Clarke og Graham Nash að stofna hljómsveit og ákváðu þeir að þeir sjálfir yrðu aðalsöngvarar þar sem þeir voru búnir að syngja saman síðan í barnaskóla. Þeir fengu þá til liðs við sig þá Tony Hicks á gítar, Eric Haydock á bassa og Don Rathbone var fenginn á trommurnar. Hljómsveitin átti upphaflega að heita The Deltas en vegna mikilla...

Shaun Wright-Phillips. (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 1 mánuði
Nú ætla ég að skrifa stutta grein um einn af mínum uppáhalds fótboltamönnum, Shaun Wright-Phillips. Shaun, sonur fyrrverandi sóknarmanns Englands Ian Wright, var fenginn til Manchester City frá Nottingham Forrest. Á hans fyrsta tímabili fékk hann að koma nokkrum sinnum inná sem varamaður í varaliði (reserves) Manchester City og sýndi hann mikla hæfileika þar í fremstu víglínu. Á hans öðru tímabili var fékk hann svo að koma fimm sinnum fram í aðalliði Man City eftir að hafa komið inná í...

Black Sabbath, the story of. (27 álit)

í Gullöldin fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég veit að það er erfitt að skrifa góða grein um stórkostlega hljómsveit en ég ætla samt að reyna. Hljómsveitin Black Sabbath var stofnuð af fjórum táningum frá bænum Aston, nálægt Birmingham í Englandi og hétu þeir, Anthony “ Tony” Iommi (gítar), William “Bill” Ward (trommur), John “Ozzy” Osbourne (söngur) og Terence “Geezer” Butler (bassi). Upphaflega spiluðu þeir reyndar ekki þungarokk, eins og þeir urðu frægir fyrir, heldur spiluðu þeir djass-blús og kölluðu þeir sig Polka Tulk, en...

International Superstar Soccer Pro (5 álit)

í Tölvuleikir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Jæja, nú er komið að því að skrifa nýja grein og var það leikurinn International Superst… æ það skiptir ekki máli, ég kalla hann bara það sem allir kalla hann, ISS. Leikurinn ISS á fyrst upptök sín í spilakössum eitthvað í kringum árið 1990 og var hann gefin út af tölvu/tölvuleikjafyrirtækinu SEGA. Þá hét hann reyndar bara International Superstar Soccer. Leikurinn kom svo út á SEGA leikatölvurnar eitthvað í kringum 1994. Hann var síðan endurgerður aftur fyrir Playstation 1 um það bil þegar...

Sex Pistols+Never Mind The Bollocks (20 álit)

í Gullöldin fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Nú ætla ég að skrifa hér grein um sögu Sex Pistols í og einnig fjalla um plötuna þeirra, Never Mind The Bollocks. The Sex Pistols Árið 1972 ákváðu félagarnir Paul Cook og Steve Jones að stofna hljómsveit, jafnvel þótt þeir kynnu ekkert á nein hljóðfæri. Þeir fengu þá til liðs við sig skólafélaga sinn, Warwick Nightingdale og stofnuðu hljómsveitina The Strand. Þess má til gamans geta að öllum hljóðfærum fyrir þessa hljómsveit var stolið af Jones. Stuttu seinna kynntist Jones búðareigandanum...

Fenderinn minn (23 álit)

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég ætla að skrifa hér stutta grein um gítarana mína en þó aðallega um nýjasta gítarinn minn sem er af Fender gerð. Fyrsta gítarinn minn eignaðist ég fyrir rúmlega þremur árum. Það var einhver hundléleg kassagítardrusla sem pabbi minn átti hér í gamla daga og ég hef ekki grænan um hvaða gerð þetta er en hún getur ekki verið góð því að hann er algjört drasl! Samt þykir mér agalega vænt hann því á hann lærði ég öll mín fyrstu grip. Ég átti reyndar engar neglur og svo vantaði á hann tvo eða þrjá...

Iron Maiden - Powerslave (22 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta var fjórða platan sem Maiden gerðu saman. Hún var tekin upp af EMI plötufyrirtækinu og var gefin út árið 1984. Var þetta önnur platan sem sungin var af meistara Dickinson (besti rokksöngvari ever) eftir að hann kom í staðin fyrir Paul Di'Anno. Bjóst fólk nú við að Maiden myndu ekki ná að toppa seinustu plötu sína, Number of the Biest. En viti menn, þeir náðu því og jafnvel er talað um að Maiden hafi sigrað heiminn á þeim túr, The World Slavery Tour. Á þeim sama túr settu þeir met. Þeir...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok