Bomtown Rats - Best of Ég hef ekkert að gera svo af hverju ekki bara að
skrifa grein. Hún á að vera plötudómur á disk
sem ég keypti mér fyrir stuttu síðan og er best
of diskur með semi-pönk hljómsveitinni Boomtown
Rats. Þetta er ekki mjög fræg hljómsveit sem er
vægast sagt nokkuð skrítiðþar sem að þeir eru
mörgum sinnum betri tónlistarmenn heldur en margar aðrar pönk hljómsveitir. Það er reyndar
ástæðan sem ég kýs að kalla þá semi-pönkara, ekki
beint jafn “hardcore” í þessari stefnu og t.d. Cpt Sensible eða Rat Scabies. Einnig var það
svolítið sérstakt við þá sem pönkara að þeir voru
með söngvara sem gat sungið bara mjög vel. En það
var enginn annar en umboðsmaðurinn/
tónlistarmaðurinn/(stór)tónleikahaldarinn Bob
Geldof. Svo fannst mér líka tiltölulega merkilegt að heyra hversu magnaður hljómborðsleikarinn þeirra, Johnny Fingers gat verið á bæði hljómborð og píanó.
Þá er komið að disknum.

1. She´s So Modern.
She´s So Modern er skemmtilegt of kröftugt lag til að byrja diskinn. Ég gæti sennilega ekki
hugsað mér betra lag til að byrja með, þó að
þetta lag hafi ekki verið byrjunarlagið á
plötunni sem það kom upprunalega út á, Tonic for
the Troops. En sú plata er einmitt skýrð eftir
setningu úr þessu lagi.
Einkun: 9.5

2. Mary of the 4th form.
Ekki alveg jafn grípandi og skemmtilegt og fyrra
lagið en samt alls ekki lélegt. Það er mjög
einfalt og stendur gítarinn nokkurveginn bara af D, A, G og E gripum. Einnig finnst mér textinn í því nokkuð góður en hann er um stelpu sem augljóslega heitir Mary og er hrifin af
kennaranum sínum, svona í grófum dráttum.
Einkunn: 9.0

3. Rat Trap.
Þetta lag er mun rólegra en hin tvö sem komu á
undan en er samt sem áður er alveg hægt að hafa
gaman að því. Sérstaklega út af því hvað mér
finnst bassalínan gríðarlega öflug, þó að hún sé
að sjálfsögðu alls ekki flókin. Reyndar er hægt
að finna í laginu einhvern svona diskó-takt sem
mér finnst draga lagið alveg hræðilega niður, og
er eina ástæðan fyrir því að ég gef því ekki
hærri einkun en þetta.
Einkun: 7.0

4. Looking After No. 1.
Þarna eru þeir búnir að stilla upp öðru hröðu og
kraftmiklu lagi til að rífa mann upp úr
rólegheitunum sem fylgdu því að hlusta á
Rat Trap og aftur inn í stuðið. Samt hef ég
aldrei virkilega fílað þetta lag eins og hin.
Einkun 8.0

5. When the Night Comes.
Ég hef kannski ekki hlustað nóg á þetta lag til
að geta dæmt almennilega um hvor það sé gott eða
ekki, sennilega af því að mér finnst það ekkert
svo skemmtilegt hehe. Það er samt mjög vandað og
byrjar á nokkuð flóknu og svona einhverveginn
spænsku gítarsólói. Eða það voru allaveganna
áhrifin sem ég fékk þegar ég hlustaði á það í
fyrsta skiptið. Seinna í laginu kemur svo annað
gítarsóló sem þá er spilað á ósköp venjulegann
rafmagnsgítar. Þetta eru einu tvær ástæðurnar
fyrir því að ég get hlustað á þetta lag. Án efa
leiðinlegri lögunum á disknum.
Einkun: 6.0

6. Someone´s Looking at You.
Þetta lag er nú ekki mikið skárra en lagið á
undan. Samt er eitthvað við það sem mér finnst
svona stundum grípandi, og stundum ekki. Það
er líka mun einfaldara en When the Night Comes og
er ekki með jafn mörgum hljóðfærum. Skítsæmilegt
lag.
Einkun: 6.5

7. Joey´s on the Street Again.
Hér byrjar svo ekkert smá góð syrpa af lögum sem
eiga heima í best-of playlista, þ.e.a.s ef ég
myndi einhvertímann setja þannig lista saman.
Lagið er ekki eins hratt og kröftugt og t.d
fyrstu tvö lögin en það má samt varla kalla það rólegt.
Einkun: 8.5

8. Banana Republic.
Þarna er á ferðinni geggjað lag sem mér finnst
að allir ættu að kynna sér ef þeir hafa ekki á
annað borð heyrt það. Þetta er reggae lag og er
það eina af sinni tegund á disknum ótrúlegt en
satt. Það kemur í góðri lýsingu eins og þruma úr heiðskýru loft. Er samt alls ekkert verra fyrir
það. Ekkert smá skemmtilegur texti líka, frumlegur og góður.
Einkun: 9.0

9. Dave.
Þarna kemur svo annað rólegt lag. Alveg nokkuð
gott sem slíkt sko. Samt sennilega leiðinlegasta
lagið í þessari syrpu sem ég minnist á áðan.
Hlusta samt alltaf á það þegar ég er að hlusta
á röðina. Fínasta lag.
Einkun: 8.0

10. I Don´t Like Mondays.
Þetta er eitt af bestu lögunum á disknum. Alveg
frábært stykki. Það er mjög rólegt og afslappað
og inniheldur eiginlega ekkert annað en píanó, söng og mikið af bakröddum. Þetta er líka lang frægasta lagið þeirra og ef þú myndir skrifa
Boomtown Rats á Torrent myndirðu sennilega ekki
fá mikið annað en I Don´t Like Mondays. Ég var
reyndar nokkuð lengi að venjast því en þegar það gerðist loksins hlustaði ég ekki á annað í viku.
Frábært lag í alla staði.
Einkun: 9.5

11. Like Clockwork.
Þarna eru þeir búnir að planta öðru skemmtilegu
og kröftugu lagi. Það er líka mjög taktfast. Í
textanum eru þeir að syngja um stelpu eins og oft áður og byrja þar af leiðandi flestar
setningar í versunum á “she”. Þetta lag var líka
eitt af þeim fáu lögum sem ég fór að hlusta á
strax eftir að ég eignaðist diskinn. Þurfti smá tíma til að venjast honum.
Einkun: 9.0

12. (I Never Loved) Eva Braun.
Það má varla segja að þetta lag sé rólegt en samt
varla hægt að segja að það sé jafn hratt og t.d.
She´s So Modern, til að byrja með a.m.k. Eftir
svona eina og hálfa mínútu af laginu byrja þeir
að spila hraðar og hraðar. Mjög gott lag.
Einkun: 9.0

13. Eins og ég sagði um lagið á undan, þá er þetta lag ekki rólegt en samt alls ekki hratt. Gaman að segja frá því að þegar ég heyrði viðlagið í þessu lagi fyrst var að þannig hefði Jerry Lee Lewis sennilega hljómað ef hann hefði nú verið pönkari. Mjög skrítin tilfinning.
Einkun: 9.0

14. Never in a Million Years.
Þetta lag og næsta eru svona nýjasta viðbótin í
syrpu af góðum lögum á disknum. Samt er þetta
ekkert geggjað lag og langt frá því að vera
nálægt því að vera besta lagið á disknum (gáfuleg setning).
Einkun: 7.5

15. Diamond Smiles.
Eins og mörg á undan er þetta lag mitt á milli
þess að vera hratt og kröftugt pönklag og
rólegt Billy Idol lag… Mjög fínt lag samt sem
áður.
Einkun: 8.5

16. Drag Me Down.
Rólegt. Líklega eitt það besta sinnar tegundar á
disknum. Fyrir utan I Don´t Like Mondays að
sjálfsögðu. Sérstaklega grípandi við það finnst
mér samt bakraddirnar, sem að Boomtown Rats eru
náttúrulega snillingar í að leika sér með, fyrir
þá sem hafa ekki heyrt í þeim.
Einkun: 9.0

17. I Can Make It (If You Can)
Annað rólegt lag. Ekkert sérstaklega spes heldur. Hefur meiraað segja held ég komið fyrir að ég hafi slept því þegar ég var að hlusta á diskinn. Finnst samt byrjunin í því algjör snilld, veit ekki af hverju.
Einkun: 7.0

18. Elephants Graveyard.
Skemmtilegt lag. Byrjar á einhverskonar Steppenwolf hljómborði og svo allt í einu kemur
eitthvað píanó sull inn í það. Óvenju skemmtilegur texti líka, þar sem þeir syngja um
það m.a. að þú sért sekur þar til sannaður sekur
en ekki saklaus þar til sannaður sekur
Einkun: 8.0

19. Fall Down.
Annað gott rólegt lag. Þótt það sé ekki nema 1 mín og 55 sek. Þegar maður heyrir það fyrst er
ekki ólíklegt að manni detti John Lennon í hug
frekar en einhverja sem oftar en ekki hafa verið
kallaðir pönkarar.
Einkun: 8.0