Shaun Wright-Phillips. Nú ætla ég að skrifa stutta grein um einn af mínum uppáhalds fótboltamönnum, Shaun Wright-Phillips.

Shaun, sonur fyrrverandi sóknarmanns Englands Ian Wright, var fenginn til Manchester City frá Nottingham Forrest. Á hans fyrsta tímabili fékk hann að koma nokkrum sinnum inná sem varamaður í varaliði (reserves) Manchester City og sýndi hann mikla hæfileika þar í fremstu víglínu.
Á hans öðru tímabili var fékk hann svo að koma fimm sinnum fram í aðalliði Man City eftir að hafa komið inná í hálfleik á móti Charlton farið þá algjörlega á kostum. Svo eftir að hafa spilað nokkra leiki fyrir City í fremstu víglínu datt stjóranum, Joe Royle í hug að prófa að setja hann á hægri kanntinn. Hann hefur verið í þeirri stöðu síðan þá.
Nýorðinn nítján ára fékk Shaun Wright að vera í fyrsta sinn í byrjunarliði í úrvalsdeildinni og var sá leikur á móti einu af fyrri liðum stjúp-föður síns, West Ham. Hann fékk svo að spila næstu ellefu leiki í byrjunarliðinu, eða þangað Joe ákvað að hvíla hann. Þá var hann settur aftur í varaliðið. En hann var þar lengur en nokkur hafði ætlað því að á miðju tímabilinu meiddist hann á hné og var frá út tímabilið.
En svo kom nýtt tímabil með nýjum stjóra og Shaun Wright fékk að byrja inná í öðrum heimaleik liðsinns en var svo tekinn útaf í hálfleik. Nýi stjórinn, Kevin Keegan setti hann svo aftur inná á móti Sheffield United. Nú komu tímamót á ferli Shaun Wright þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City og var það á móti Milwall. Það eyðilagði reyndar stemminguna að það var enginn til að fagna með honum þar sem það voru engir City-aðdáendur á vellinum. Hann bætti svo gríðarlega upp fyrir það þegar hann hvarf næstum innan um áhorfendur þegar þegar hann fagnaði sínu öðru marki fyrir liðið og fyrsta markinu sínu á Maine Road.
Keegan ræddi svo við Shaun um að spila fyrir England eftir hann hafði skorað sitt annað mark fyrir liðið. Nokkrum vikum seinna spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir U21 landslið Englendinga í vináttulandsleik á móti Ítalíu. Meiðsl komu svo í veg fyrir að hann væri valinn aftur í landsliðið fyrir EM 02. Hann fékk svo að spila aftur fyrir liðið í vinaleik á móti Júgóslavíu nokkrum mánuðum seinna. Í þeim leik kom hann inná fyrir Jermaine Pennant á sextugustu mínútu og á áttugustu mínútu skoraði hann sigurmarkið fyrir Englendinga og hans fyrsta mark fyrir land og þjóð.
Hann kom sér síðan inn sem lykilmaður í liði City þegar hann skoraði sigurmark fyrir liðið í undankeppnum fyrir UEFA bikarinn í tímabilsinns 03/04.
Hann fylgdi þessum mörkum svo eftir með tveimur mörkum á móti QPR í Carling bikarnum í desember. Hann spilaði einnig mikilvægt hlutverk fyrir City í hinum fræga leik á móti Tottenham í framlengingu á fjórðu umferð FA bikarsinns á White Hart Lane og skoraði hann þá jöfnunarmark rétt fyrir leikslok svo þurfti að framlengja leikinn. Í framlengingunni skoraði Jon Macken svo sigurmarkið fyrir City.
Hann skoraði síðan enn annað mark fyrir City í marsmánuði, rétt áður en hann var kallaður í fyrsta sinn til að spila með aðallandsliði Englendinga. Það var í vinaleik á móti Svíþjóð en jafnvel þótt hann hafi komist á bekkinn komu meiðsli á kálfa í veg fyrir það að hann myndi fá að spila. Hann endaði svo það tímabil á því að skora enn eitt markið þegar City burstaði Everton 5-1.
Á fyrsta degi á tímabilinu 04/05 byrjaði hann á því að skrifa undir fjögurra á samning við City. Stuttu seinna gat hann svo fagnað því að hann var kallaður í annað sinn til að keppa með landsliðinu og í þetta sinn á móti Úkraínu. Í þeim leik skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir A-landslið Englands.
Kantmaðurinn knái fylgdi því svo eftir með marki fyrir Blúsarana í 4-0 sigri yfir Charlton. Svo skoraði hann aftur fyrir liðið í sigri yfir Aston Villa og í þetta sinn með vinstri fætinum. En markið sem allir voru að tala um var markið sem hann skoraði á Highbury. Englendingurinn hafði snúið af sér tvo varnarmenn og lét svo skotið ríða af. Boltinn fauk á brjáluðum hraða beint framhjá vinstri hönd markmannsinns.
Hann hafði spilað hvarja einustu mínútu af hverjum einasta leik þegar meiðsl skullu yfir enn á ný. Hann hafði meiðst á hné í leik á móti Norwich í febrúar, þurfti að fara í aðgerð og spilar ekki meira á þessu tímabili. Vonum bara að þessi meiðsl eigi ekki eftir að skemma of mikið fyrir honum og að hann komi sterkur inn aftur á næsta ári.

Takk fyrir lesturinn.