Í heiminum í dag búa um sex og hálfur milljarður manna. Ég las í heimsmetabók Guinnes að árið 1955 bjuggu aðeins tveir og hálfur milljarður manna á jörðinni. Vá, það þýðir að fjöldi manna í heiminum hefur þrefaldast á seinustu fimmtíu árum og að eftir önnur fimmtíu ár verði fjöldinn orðinn nítján og hálfur milljarður, ef að fjölguninn sjálf myndi ekki verða of mikil. Þetta er náttúrulega allt spurning um hvað jörðin getur haldið mikið af fólki. Flestir segja bara að þetta sé ekki enn orðið vandamál og að það komist miklu meira af fólki fyrir á jörðinni. Ég er samt nokkuð viss um að hún taki ekki alveg tuttugu milljarða.
Af hverju hefur enginn áyggjur af þessu. Fólk er of upptekið við að lækna krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma að það sér ekki hvað er að gerast. Það hugsa sennilega allir, það er ekki mitt vandamál að deila við það. Gallinn er að það hugsa allir svona. Einn félagi minn (Bossoss) kom með alveg nýja sýn inní þetta vandamál fyrir mig um daginn. Það er öll pappírsþörfin fyrir tuttugu milljarðir einstsaklinga, ef þetta myndi einhverntímann ná þeim fjölda. Það er erfitt að ýminda sér hversu mikil hún er. En hvað er hægt að gera. Það yrði sennilega ekkert sérstaklega vinsælt ef að ein þjóð, nánar tiltekið einn maður, myndi taka það að sér að drepa alla. Ég held að það sé ekki beint að fara að gerast. Þar að auki held ég að það vilji enginn vera sá maður. Það er heldur ekki enn hægt að fara að flytja fólk af jörðinni. Hvernig væri nú að forsetar stæðstu ríkjanna færu að henda meiri peningum í það. Það er að sjálfsögðu að segja ef þeir væru ekki of uppteknir við að keppast um hver er góðhjartaðasti maðurinn með því að sína hversu miklum peningum þeir eru tilbúnir að eyða í það að finna lækningar við ýmsustu sjúkdómum.
Eina almennilega lausnin við þessu vandamáli er sennilega bara að forsetar stæðstu ríkjanna setji lög um að hvert foreldri megi bara eignast eitt barn. En það vill að sjálfsögðu enginn gera það vegna þess að það vilja allir láta líta út fyrir að þeir elski allt og alla og vilji eins mörg börn í hverja fjölskyldu sem er til að hann fái pottþétt endurkjör í næstu forsetakosningum.
En þetta eru nú bara mínar paranoid vangaveltur og ranghugsanir býst ég við.