International Superstar Soccer Pro Jæja, nú er komið að því að skrifa nýja grein og var það leikurinn International Superst… æ það skiptir ekki máli, ég kalla hann bara það sem allir kalla hann, ISS.


Leikurinn ISS á fyrst upptök sín í spilakössum eitthvað í kringum árið 1990 og var hann gefin út af tölvu/tölvuleikjafyrirtækinu SEGA. Þá hét hann reyndar bara International Superstar Soccer. Leikurinn kom svo út á SEGA leikatölvurnar eitthvað í kringum 1994. Hann var síðan endurgerður aftur fyrir Playstation 1 um það bil þegar hún kom fyrst út. Þá var nafninu á leiknum einnig breytt og hét hann nú International Superstar Soccer Pro (leikurinn sem ég ætla að skrifa um). Svo var hann gefinn út enn einu sinni og var það nú bara endurbætt útgáfa af fyrri leiknum.
Nú er komið að því að gefa leiknum dóma og umfjöllun.


Dómar þessir eru eingöngu gefnir séð frá því hvað mér finnst skemmtilegt og flott.

Grafík: 6.5.
Það segir sig í rauninni bara sjálft að hún getur ekki fengið hátt en það sést að minnsta kosti aldrei í gegnum leikmenn, nema þegar þeir beygja sig fram þá lyftist bakið á þeim um mjöðmina. Áhorfendur eru líka nokkuð góðir miðað við aldur leiksinns. Betri en í t.d. Fifa 2000.

Leikmenn: 9.0.
Það dregur þetta reyndar svolítið niður að þegar þessi leikur var teiknaður voru í tísku hárgreiðslur eins og busrtaklipping og hið fræga möllet. En það vegur upp á móti að hreyfingar leikmanna, sérstaklega markmanna, eru í hæsta gæðaflokki og eru þær betri en á mörgum af þeim leikjum sem ég á í dag.

Hljóð: 4.5.
Öll hljóð í þessum leik eru mjög endurtekintekin og leiðinleg. Það tekur áhorfendur um tvær sekúndur að endurtaka sama stefið aftur og aftur út allan leikinn. Dúdúfuglinn sem er að lýsa er reyndar með nokkuð útbreiddan orðaforða en síðan má nefna það líka að hann nefnir bara nafn liðsinns, aldrei leikmannsinns.

Skemmtanagildi 9.5.
Mér finnst þessi leikur persónulega vera nokkuð skemmtilegu vegna þess hvað er auðvelt að læra hann.

Ending: 9.5.
Ég veit ekki alveg afhverju en ég hef ekki fengið leið á þessum leik í mörg ár. Ætli það sé ekki bara vegna þess að þegar maður er búinn að spila einn leik verður maður að spila annan. Síðan er líka algjör snilld að spila hann með vinum sínum.

Heildareinkunn: 8.0.
Þessi leikur er bara snilld og ef þið rekist einhverntíma á hann (ólíklegt) þá verðið þið að kaupa hann, það er að segja ef þið fýlið gamla og einfalda, en ekki auðvelda, leiki.