Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: hvar get ég lært að framkalla sjálf?

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Halló. Ég lærði að framkalla með því að lesa mér til á ilford heimasíðunni. Á <a href="http://www.ilford.com/html/us_english/bw.html“>þessari</a> heimasíðu má finna hvernig á að framkalla filmur, stækka myndir, hvernig er best að framkalla hverja fimlu fyrir sig, hvernig á að pusha og pulla filmur o.s.frv. Leiðbeiningarnar að því hvernig á að framkalla og stækka eru undir ”films" í neðstu línunni. Þetta efni er mjög gott og m.a.s. notað sem kennsluefni í mörgum skólum. Ég mæli allavega með...

Re: Ég skil ei...

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ef þú ert með stillt á AV eða TV stillingu þá ertu sjálfur að ákveða ljósopið eða hraðann. TV ákveður hraðann en AV ákveður ljósopið. Ef þú ert með stillt á 1/15 þá verður myndin alltaf hreyfð. Prófaðu þess vegna að stilla á þessar tvær stillingar og fletta upp og niður til eþss að sjá hvað þú ert með hraðann stilltan á. Það er best að vera með vélina stillta á 1/60 til að byrja með því að því að það er hraðinn sem frystir myndir. Athuga þetta samt í leiðarvísinum eða einhverstaðar á netinu.

Re: Ljósmyndaskóli á Íslandi?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já, það er víst hægt að læra þetta í Iðskólnaum en þá verðu maður að taka eitthvað grunnám fyrst sem er víst ekkert tengt ljósmyndun. Sjá t.d. hér: http://www.ir.is/upplys/ljos.html Ég hef sjálf verið í ljósmyndaskóla Sissu og það er alveg frábært. Það er mikil vinna vegna þess að flestir eru í vinnu með en engu að síður alveg þess virði. Hins vegar er hann frekar dýs, 340.000 kr. fyrir árið og afan á það bætist allur vökva, filmu, pappírs os.frv. kostnaður.. og ef þið hafið eitthvað verið...

Re: smá spurning um lit á ljósi í myrkvaherbergi

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það verður að vera rautt ljós ef að þú ert að nota svart hvítan pappír. Hins vegar þarftu sérstakar hálf appelsínugular perur sem eru miklu daufari ef að þú ert að stækka lit. Þetta á víst allt að fást hjá Beco..

Re: Ný Canon EOS-D1 Mark II stafræn SLR vél

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Reyndar eru til skiptanleg bök á medium-format vélar. Þar er hægt að fá filmu, polaroid og digital. Ég man ekki hvort að þetta er á Mamiya, Hasselblad eða aðra tegund. En þá erum við í rauninni að tala um allt annað batterý.

Re: Hugleiðing ljósmyndarans.

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já ég er alveg sammála SHolmes. Ég á einmitt líka Canon EOS-33 og er alveg ótrúlega ánægð með vélina. Mér finnst líka bara miklu skemmtilegra að vera smá stressuð yfir því hvort að ég hafi nú verið að lýsa myndina rétt, hvort að bakgrunnurinn verði alveg hvítur o.s.frv. Þá finnst mér ég líka verða miklu ánægðari með myndina eftirá. Og mér finnst miklu skemmtilegri stemmning yfir myrkraherbergi heldur en Photoshop í tölvu, þó að það sé fínt stundum. Mér finnst eins og myndin verði svolítið...

Re: Nokkur orð um ljósop

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú veit ég satt að segja ekki með Spot metering á gráu spjaldi. Ég myndi þó giska á að mælirinn í vélinni segði eitthvað annað en handmælirinn myndi segja. Hins vegar þá virtist þetta vera gegnum gangandi hjá flest öllum í bekknum, þ.e. 2 F stopp í dökku umhverfi, 1 1/2 F stopp í ljósu og við erum öll með mismunandi vélar. Mælarnir í vélunum eru þó að sjálfsögðu alltaf að þróast meira og verða betri. Það er víst þannig að ljósmælirinn í vélinni mælir í litum og endurvarpi. Þess vegna mælir...

Re: Nokkur orð um ljósop

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég tek eingöngu myndir með því að nota handmæli. Ég athuga þó alltaf hvað ljósmælirinn í vélinni segir til þess að bera saman við handmælinn (handmælirinn gefur nákvæmari tölu og skynjar ljósið betur, sem og endurvarp frá umhverfinu). Nánast undantekningalaust þá segir mælirinn í vélinni (er með Canon EOS-33) 2 F stoppum meira í dökku umhverfi en 1 1/2 F stoppi meira í ljósu umhverfi. Við athuguðum þetta m.a.s. í skólanum (er í ljósmyndanámi) og flest allir fengu út það sama frá handmælinum...

Re: Slides myndir á pappír - Ódýrt

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þróunin í dag virðist líka vera þannig að margir ljósmyndarar sem eru ekki hrifnir af digital en vilja samt taka í lit taka yfirleitt allt á slidesfilmur. T.d. Páll Stefáns sem tekur bara á slidesfilmur. Einnig þessir stóru tískuljósmyndarar úti í heimi Hins vegar er ótrúlega gaman að taka slidesfilmu og krossa hana, þ.e. framkalla hana sem negatívu. Þá verða litirnir oft mjög ýktir og það getur komið rosalega vel út. Hafiði eitthvað verið að prófa það?

Hvernig kynntust þið jazzi??

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég var lítill vitlaus unglingur. Ég hafði hlustað á djazz en aldrei verið eitthvað ógurlega heilluð. Svo fór ég í skíðaferðalag og vinkona mín hafði óvart tekið með disk með samansafni af djazz lögum, sungið af öllum stærstu söngkonum gamla tímans. Ég fór eiginlega ekkert á skíði og há upphæð fór í að kaupa plötur með Ellu Fitzgerald, Ninu Simone, Billie Holiday, Julie London og Judy Garland þegar komið var heim.

Re: Varðandi nýtt áhugamál ! JAZZ

í Rokk fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Heyr heyr. Ég er hjartanlega sammála. Varð m.a.s. svolítið hissa að þetta áhugamál væri ekki til. En ég get þó ekki alveg tekið undir jazz/klassík þó að það sé í sjálfum sér góð hugmynd. Fyrir mig eru þetta bara alltof ólíkar tónlistarstefnur, en það er bara hvað mér finnst.. Lifi jazzinn, líka á huga!

Re: Úrslitakvöld Músíktilrauna !

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég trúi því einfaldlega ekki einhverjum hafi geta fundist Pan verri en Nafnleysa. Nafnleysa bæri frekar réttilega nafni Tónleysa, a.m.k. í tilfellinu í gærkvöldi!

Re: Úrslitakvöld Músíktilrauna !

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég get ekki annað en tekið undir! Þetta var allt mjög undarlegt… Það var t.d. mjög undarlegt að það var bara ein rapphljómsveit svo að verðlaunin “besti rapparinn” gátu nú ekki farið eitthvað annað en til þeirra.. (og besti tölvarinn.. voru einhverjir alvöru tölvarar?) Allavega mitt álit… Vafurlogi Voru nánast sér á báti með sína tónlist og voru frekar góðir (reyndar fannst mér lög 2 og 3 svolítið lík). Árni átti skilið verðlaunin og þeir áttu líka skilið verðlaunin sem athyglisverðasta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok