Það að stjórna hversu mikið ljós fer inn í myndavélina er í raun grunnurinn að ljósmyndun. Ljósmyndari getur stjórnað magni ljós sem fer inn í vélina og á filmuna (digital: ljósnemann) á tvennan hátt. Annarsvegar með hraða lokans (e: shutter speed) eða með ljósopum. Hér verður stuttlega útskýrt hvað ljósop eru og hvernig þau hafa áhrif á myndatöku.

Ljósop (e:Aperture) eru vanalega táknuð með númerum sem kölluð eru f-stop eða f-number á ensku. Algeng ljósop eru f1.4, f2.0, f2.8, f4.0, f5.6, f8, f11, f16. Það sem vefst oft fyrir fólki er að HÁAR f-tölur eins og f16 eru LÍTIL ljósop. Hvert f-stop hleypir inn tvöfallt meira ljósi en næsta f-stop fyrir neðan og helming af því ljósi næsta f-stopi fyrir ofan. Sem dæmi þá hleypir f4.0 in tvöföldu magni þess ljós sem f5.6 hleypir inn en einungis helminginn af því ljósi sem f2.8 hleypir inn. Munurinn milli samliggjandi ljósopa er kallaður eitt stop (one stop). Að neðan er gefið munurinn á hlutfallslegu ljósmagni sem ljósop hleypa í gegn m.v. að f22 hleypi einni einingu af ljósi inn. Þannig hleypir f1.4 in 256 sinnum meira ljósi inn en f22,

f - Hlutfall
1.4 - 256
2.0 - 128
2.8 - 64
4.0 - 32
5.6 - 16
8.0 - 8
11 - 4
16 - 2
22 - 1

Þetta er allt gott og blessað en afhverju þá ekki bara að hafa eitt fast ljósop og breyta síðan hraðanum því það er hin leiðin sem hægt er að hafa áhrif á magn ljós sem inn í vélina kemur. Þarna kemur dýpt myndflatar (e: depth of field [DOF]) inn í. Þegar tekið er á stórum ljósopum (t.d f1.4) þá er DOF mjög grunnt. Þannig er aðeins þunnt lag fyrir framan við linsuna í focus. Þetta er gott til að t.d. losna við ljótan bakgrunn sem þá er úr focus. Annar kostur er að stór ljósop gera mann ekki eins háðan flassi eins og þegar tekið er á litlum ljósopum þar sem meira ljósi er hleypt inn í vélina. Gallinn er náttúrulega sá að þegar tekið er á stórum ljósopum þá er mun mikilvægara að stilla focusinn rétt auk þess sem linsur gefa yfirleitt ekki eins skýrar myndir á stórum ljósopum og smáum.

Þetta snýst við er tekið er á smáum ljósopum (t.d. f22). DOF er nú miklu breiðara þannig að bakgrunnur verður einnig í focus og linsan gefur meiri skerpu. Athugið samt að linsur eru yfirleitt hannaðar til að gefa hámarks skerpu við f8 þannig að stundum (sérstaklega á ódýrari linsum) minnkar skerpa einnig á mjög smáum ljósopum.

Hvað ber þá að hafa í huga við kaup á linsum (eða myndavélum með áfasta linsu). Best er að fá linsu með sem stærstu ljósopi því slíkar linsur gefa eins og áður sagði möguleika á myndum án flass við minna ljós og eru mun skarpari á smáum ljósopum. Fastar linsur (þ.e. ekkert zoom) hafa vanalega stærra ljósop en Zoom-linsur auk þess að hafa meiri skerpu. Einnig er algengt á Zoom linsum að hámarks ljósop minnki er linsan er dregin út t.d. úr f3.5 við 28mm í f5.6 við 80mm.

Dæmi um góða fasta linsu er Canon 50mm f1.4 USM. Gallinn við fastar linsur er að þær eru ansi dýrar auk þess sem óneitanlega er mun meira vesen að bera t.d. 28mm, 50mm og 80mm linsur og skipta um linsu í sífellu í stað þess að hafa eina 28-80mm zoom linsu. Ef þessar þrjár linsur hefðu stærsta ljósop á bilinu f1.4-2.8 þá væru þær ansi þungar og dýrar. Það má kannski segja að mikið sé á sig lagt fyrir þennan mun í ljósopum miðað við að hafa 20-80mm zoom linsu sem hefur ljósop 3.5-5.6. En því miður er þetta mjög oft munurinn á góðum og frábærum myndum. Persónulega er ég harður á föstum linsum en það er náttúrulega sjálfskapað víti og spurning um smekk og áhuga.

Phoca