í kjölfar þessarar könnunar sem er uppi meðan þetta er skrifað. þá hef ég ákveðið að koma með þá spurningu um hvernig þið kynntust jazzi og hvaða plötu eða disk þið hlustuðuð á fyrst.


Ég kynntist jazzi fyrst þegar ég var 12 ára en þá var ég að grafa í plötukössum upp á lofti heima hjá mér og fann það miles davis plötu man ekki nafnið. En ég hafði ekkert að gera og ákvað bara að skella þessu á fónin og hlusta á eitthvað annað en ég var vanur t.d. hip hop og fl.En ég heillaðist svo af inngangi fyrsta lagsins að ég hlustaði á það eitt og sér fimm sinnum áður en mér rann til hugar að restin hlyti þá að vera góð líka. Þá hlustaði ég á næsta lag og var ég ekki eins ánægður með það en hélt samt í vonina um að hin lögin breyttu um betur og viti menn þau gerðu það og síðan hef ég meira og minna ekki getað lifað án þess að hlusta aðeins á jazz svona af og til.


Nú skora ég á alla sem muna hvernig þeir byrjuðu að hlusta á jazz að lýsa því eins vel og þeir geta og vilja og deila því með okkur hinum. Vegna þess að allir vita sem fýla jazz eitthvað að þetta voru eins konar tímamót í lífi þeirra.