Ég var á músíktilraunum tónabæjar og ég verð að segja að ég er búinn að missa allt álit á þessari keppni, því miður.

Svona voru verðlaunin:

Besti Rappari: Meðlimur Tannlækna Andskotans, persónulega finnst mér synd að Tannlæknum Andskotans hafi verið hleypt í Úrslitin miðað við Tópaz/Kaffikanna. Hann Óli úr Tópaz/Kaffikanna, er mun betri rappari og er sveitin bara yfir höfuð betri en Tannlæknar Andskotans.

Besti Tölvarinn: Þeir komu aldrei upp á svið, en ég held að það hafi líka verið Tannlæknar Andskotans.. annars heyrðist frekar óskýrt út í sal vegna þessa bergmáls sem var að drepa keppnina.

Besti Píanóleikarinn: Skemmtarinn úr Vafurloga, hann átti þessi verðlaun alveg skilið þar sem Vafurlogi var á köflum skemmtilegur.

Besti Bassaleikarinn: Bassaleikarinn úr Ókind, átti þetta skilið, þótt það hafi verið aðrir góðir líka.

Besti trommarinn: Trommarinn í Fake Disorder, átti þetta skilið, góður trommari en samt ekkert yfirburða eins og sumir vilja halda.

Besti söngurinn: Og hér skil ég ekki neitt! Söngvarinn í Waste… ehhh, correct me if i´m wrong en það voru mun betri söngvarar á svæðinu … Söngvari Ókind, söngvari Pan, söngvari gizmo, jafnvel í Markrill, en með fullri virðingu það er eitthvað bogið við þetta.

Besti gítarinn : Gítarleikari Markrill, hmmm, ekkert í raun að því en mér finnst samt aðrir eiga þetta skilið. (gizmo, búdrígindi, Fake disorder) pæling bara

3. sæti: Markrill, mér finnst í fyrsta lagi ekki eiga að leyfa útlenskum hljómsveitum að taka þátt í Músíktilraunum, kalliði það fordóma mér er sama en mér finnst að minsta kosti að hljómsveitin sé staðsett á Íslandi :) En anyway, til hamingju.

2. sæti: Ókind, góð hljómsveit og áttu vel skilið að vera í sæti. Frumleg, skemmtileg og þétt.

1. sæti Búdrígindi, ehemm ! hér er eitthvað mikið að, þetta eru allt í lagi lög hjá þeim, en þeir duttu úr takti í einu laginu, og söngvarinn er ekki að meika þetta. OG SÍÐAN AÐALLEGA, það vinnur enginn með svona texta ! þetta eru einir barnalegustu og verstu textar sem ég hef heyrt :
“Éttu skít með hníf og gafli/Búðu svo til gott kaffi/hafðu það í stórum bolla/farðu svo heim heimska rolla/”.

og NEI ég er ekki að grínast.



KVÖLDIÐ ——

Vafurlogi:
Úrslitakvöldið byrjaði á Vafurloga, fjagra manna þunglyndisbandi úr kópavogi/reykjavík. Fínir, frekar niðurdrepandi samt. Töff pælingar en var ég sá eini sem sá hvað 3. lagið var nákvæmlega eins og Molina með Pan … ég trúði ekki mínum eigin eyrum

Fake Disorder:
Söngurinn var ekki að meika það, annars er þetta, your typical hardcore band, fínn trommari og ágætur gítarleikari, ekkert til að hrópa húrra fyrir, en ekkert sem er hægt að setja mikið út á þá.

Tannlæknar Andskotans:
Ég veit ekki mikið um rapp, en ég veit soldið um tónlist og Tannlæknar Andskotans standast ekki samanburð við Tópaz/Kaffikanna. Einhæfar lúppur og rappið ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Makrill: Þetta band átti ekki að fá að taka þátt, frekar en Igore (eða bara Noise(þótt að noise séu alveg fínir)). Kölluðu sig melódískan sýru metal, ég sá EKKERT melódískt við þá og hvað þá sýru metall, meira svona “þurr rólegheita metall”

Gizmo: Fín hljómsveit, ég skil ekki af hverju þeir voru alveg hunsaðir í sambandi við verðlaun, þéttir og skemmtilegir og bara góðir yfir höfuð.

Waste: Ef þið hafið ekki enn heyrt í Waste, þá skuluð þið ímynda ykkur Blink 182, bara verra(ekkert samt mikið verra(eins og það sé hægt ;))Mér finnst bara fyndið að þeir skuli fá besta söngvarann, hvað þá að fá gagnrýnina “ Fagmannlegar raddanir ” í dagblöðum landsins.

Hlé —

Búdrígindi: Alveg ágætistónlist, fáránlegir textar og söngurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Unnu músíktilraunir, sem mér finnst synd og skömm. Og hvað var málið með áhorfendurnar !?!?! Voru þeir viljandi að skemma útsýnið með þessum forljóta banner !??

Nafnleysa: Æi, þetta rann í gegn án þess að hafa nokkur áhrif á þig, samt ekkert það hræðilegt. En mér fannst vanta töluvert upp á lagasmíðar!

Ókind: Fín hljómsveit, fannst þeir eiga skilið annað sætið. áttu líka besta bassaleikarann og það er ekkert nema gott mál.

Pan: Mjög góð hljómsveit, talsvert lagt í lagasmíðarnar, eins og hjá gizmo og Ókind. Komu smá gallar inn á milli en alls ekkert stórvægilegt. OG NÚ ER ÉG FÚLL ÚT Í TÓNABÆ !!! þvílík ósvífni að fara að taka inn miðana í lok 2 lags ????? Það er komið upp að manni og beðið um miðann þegar maður er ekki búinn að heyra seinasta lagið !!! hvað er í gangi. ég gaf þeim 2 en þeir áttu svoleiðis 3 skilið.

Semsagt.. Músíktilraunir eru að fara til fjandans, Andlát í fyrra og nú Búdrígindi.

BESTU BÖNDIN,

Pan,
gizmo,
ókind,

ekki spurning þessar hljómsveitir áttu að vinna sætin og þá er mér sama í hvaða röð bara að þær hefðu fengið sæti hver hljómsveit…

skrítið hvað músíktilraunir eru að falla,
já og mig langar að bæta við að Árni Matt er einn versti gagnrýnandi sem þetta land hefur átt. Sorry en mér finnst það. Hann þekkir því miður góða tónlist frá slæmri og mér þykir það mjög leitt .. en svona er þetta, og langar mig að kvóta í hljómsveit sem vann einu sinn Músíktilraunir þegar hljómsveitirnar sem unnu áttu það skilið .

Fólk er fífl

Kveðja, Specs :)