Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Vision Of Disorder (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Vision Of Disorder hafa tekið upp 15 ný lög fyir nýju plötuna “From Bliss To Devastation”. Af þessum 15 lögum má aðeins búast við að 12 þeirra verði á sjálfri plötunni. Þessa stundina er sveitin að hljóðblanda plötuna og eru núþegar búnir með 4 lög. Búast má við að búið verði að hljóðblanda plötuna í lok mánaðarins. frétt tekin af dordingull.com

Rivulets með tónleika 7 mars kl. 12.00 Kakóbarinn (1 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Kassagítar og kakósúpa í hádeginu á Kakóbarnum Geysi, Hinu Húsinu. Miðvikudaginn 7 mars kl. 12.00. verða hádegishljómleikar og kakósúpa með tvíbökum í boði Hins Húsinns og Hljómalindar. Tónleikarnir verða haldnir á Kakóbarnum Geysi í Hinu Húsinu. Það er ameríska einsmannshljómsveitin Rivulets sem mun leika órafmagnaða tónlist sína og Hitt Húsið býður gestum upp á ókeypis kakósúpu með tvíbökum upp á gamla móðinn meðan á tónleikum stendur. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leifir. Hljómsveitin...

Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þar kom að því að pönktónlistin yrði flokkuð með æðri listum. Á miðvikudaginn kemur, þann 7. mars kl. 21.00, verða nefnilega haldnir pönktónleikar á litla sviði Borgarleikhússins. Fram koma: -Fallega gulrótin úr Kópavogi. Þessi sveit hefur starfað í nokkur ár enspilað sjaldan og tekið lítið upp. Tónleikar sveitarinnar þykja mikillviðburður fyrir augun, hamslaus en um leið leikræn keyrsla, hvar meðlimirsnúa tónleikunum upp í pönkað leikhús. Það má í raun segja aðBorgarleikhúsið sé kjörin...

Candiria (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
1. maí ætlar hljómsveitin Candiria senda frá sér fyrsta diskinn sinn á Century Media útgáfunni. Diskurinn heitir “300 Percent Density” og verður víst eitthvað öðruvísi en fyrra efni bandins. Búast má við að Carley Coma, söngvari bandsins, hætti að syngja með “dauðarokks” röddinni sinni og muni syngja meira eins og söngvarar í metalcore/hardcore böndum. Þegar platan kemur út verður búið að breyta heimasíðu bandins í stíl við plötuna. Heimasíða bandins er www.candiria.com og hægt veðrur að...

Skinlab - "the Revolting room" (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Samkvæmt því sem Steev Esquivel bassaleikari og söngvari Skinlab segir verður næsta platan bandins “the Revolting room” sér þeirra lang besta plata frá upphafi. Hljómsveitin hafi farið miklum framförum frá því að þeir tóku upp demo upptökur fyrir nýju plötuna. Eftir að demoið var tekið upp og sent til útgáfufyrirtækisins samdi bandið nokkur ný lög sem að sögn allra sem þekktu til bandins var miklu betra en allt annað efni sem bandið hefur samið áður. Von er á að platan komi út fyrir lok...

madball - lokaorð (1 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Loksins hafa meðlimir hljómsveitarinnar Madball sent frá sér smá upplýsingar frá sér í sambandi við þær fréttir sem borist hafa frá bandinu. Hér að neðan eru þeirra orð um ástand bandins og hvernig þeir ætla að ljúka ferli bandins. (afsakið en ég ákvað að þýða þetta ekki)… gjörið svo vel… "This is an official statement from Freddy and Hoya, better known as Madball, in regards to our recent breakup. First and foremost, we would like to thank our fans worldwide and everyone, family, friends,...

Slammið &verðið fræg í Svíþjóð! Forgarður Helvítis (4 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Muniði svo að mæta á aukatónleikana á 22 á Þriðjudaginn 6 Mars í upptökurnar fyrir (k)anal 5 hjá Svenska TV. Sýnum Svíunum að brjáluðustu rokkararnir eru á Íslandi. Slammið og verðið fræg í Sverige. Það er örugglega skárri örlög heldur en að vera hluti af þjóð sem er bara fræg fyrir að koma með lög í Eurovision sem eru hallærisleg, jafnvel á Eurovision skalanum. - siggi pönk

Föstudagsbræðingur METALL!!!! - 9.mars (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 1 mánuði
Núna á föstudaginn á kakóbarnum er loksins komið að afmælistónleikum Forgarðs Helvítis. Tónleikarnir hefjast á slaginu 20:30 og að sjálfsögðu er frítt inn og áfengirdrykkir með öllu bannaðir. Meðal hljómsveita sem spila á þessu merka kvöldi eru : Potentiam, I Adapt, Mictin, Sólstafir og Mínus. Á afmælistónleikunum ætlar Forgarður Helvítis að taka lög frá eftirtöldum hljómsveitum:Nailbomb, Terrorizer, Brutal Truth, Napalm Death og Dark Throne. Þetta eru allt lög af einhverjum fyrstu plötum...

http://www.campchaos.com/ - Flash húmor (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 2 mánuðum
http://www.campchaos.com/ Flash húmo

http://www.geetrish.com (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 2 mánuðum
The Best of Funny Multimedia Entertainment! “ Updated Often and Always Current ” http://www.geetrish.com

Tónleikar 9. mars (Föstudagur) (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Tónleikar í tilefni af tíu ára afmæli Forgarðs Helvítis. Tónleikarinir hefjast klukkan 20.00 og ljúka um 23.00. Hljómsveitir sem spila á tónleikunum eru Forgarðs Helvítis, Mínus, I Adopt, Mictian og Sólstafir. Þess má geta að allar hljómsveitir kvöldsins að allar hljómsveitirnar taka lög eftir Forgarðinn í tilefni af tíu ára afmælinu og Forgarðurinn mun taka fimm lög eftir aðra. (Forgarðs Helvítis mun taka lög með Brutal Truth, Nailbomb, Terrorizer, Dark Throne og HAM). Ókeypis og ekkert...

Tónleikar 9.mars.: AFMÆLI Í HELVÍTI (6 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Tónleikar í tilefni af tíu ára afmæli Forgarðs Helvítis. Tónleikarinir hefjast klukkan 20.00 og ljúka um 23.00. Hljómsveitir sem spila á tónleikunum eru Forgarðs Helvítis, Mínus, I Adopt, Mictian og Sólstafir. Þess má geta að allar hljómsveitir kvöldsins að allar hljómsveitirnar taka lög eftir Forgarðinn í tilefni af tíu ára afmælinu og Forgarðurinn mun taka fimm lög eftir aðra. (Forgarðs Helvítis mun taka lög með Brutal Truth, Nailbomb, Terrorizer, Dark Throne og HAM). Ókeypis og ekkert...

Grey Area og Adamantium að hætta (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Tvær afbragðsgóðar hljómsveitir hafa ákveðið að hætta í sumar: Grey Area: New York sveitin Grey Area er að hætta. Hljómsveitin tók þessa ákvörðun þar sem þeir töldu sig hafa náð því markmiði sem þeir settur sér þegar bandið var stofnað. Búast má við að bandið spili ljúki ferlinum með nokkrum tónleikum núna í sumar. Adamantium: Hardcore bandið Adamantium er að hætta, ástæðan er einföld: það hefur verið erfitt að halda mannskap í bandinu. Bandið mun spila sína loka tónleika núna í sumar. tekið...

Playing Enemy (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Seattle hljómsveitin Playing Enemy gerði fyrir skömmu útgáfu samning við Escape Artist útgáfuna. Von er á að bandið gefi út diskinn nýtt efni á næstunni, efnið var pródúserað af Matt Bayles (sem hefur unnuið með Isis, Botch, fol.) Þess má geta að Playing Enemy inniheldur þá Demian Johnston, Thom Rusnak og Andrew Gormley sem allir voru áður í hljómsveitinni Kiss It Goodbye. Meira um bandið á: http://www.PlayingEnemy.com

Akfest 2001 - 8.mars 2001 (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Akfest 2001 verður haldið í Grundaskóla þann 8.mars 2001 Tónleikarnir byrja klukkan 19:00 og búið klukkan 00-01. Eftirtaldar hljómsveitir munu koma fram: Forgarður-Helvítis Snafu vígspá Andlát Mosaeff Hemra Close-Down Aðgangseyrir 600 kr. Aldurstakmark: Ekkert Tónleikarnir eru í boði: Hótel Barbró Kirkjubraut 11 S:431-4240 Tónleikarnir Styrkja: Krabbameinssjúk börn

Akfest 2001 - 8.mars 2001 (9 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Akfest 2001 verður haldið í Grundaskóla þann 8.mars 2001 Tónleikarnir byrja klukkan 19:00 og búið klukkan 00-01. Eftirtaldar hljómsveitir munu koma fram: Forgarður-Helvítis Snafu vígspá Andlát Mosaeff Hemra Close-Down Aðgangseyrir 600 kr. Aldurstakmark:ekkert Upplýsingar S:8670538-=Mallo=- eða S:8664303=Ingó=- Tónleikarnir eru í boði: Hótel Barbró Kirkjubraut 11 S:431-4240 Tónleikarnir Styrkja: Krabbameinssjúk börn siggi

Derrick Green:Ástæðan fyrir að Jason Newsted hætti (13 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég sá þetta á töflu á heimasíðu Dynamo Open Air hátíðarinnar. Þetta hérna fyrir neðan segir frá sjónvarpsþætti í Ástralíu. Derrick Green söngvari hljómsveitarinnar Sepultura er í viðtali í þættinum… lesið….. (afsakið að ég þýddi þetta ekki). Last night, here in Australia, on “channel {v}” (australians version of MTV) they had their valantines day special. and included in the line up of music celebs who came into the studio and co-hosted the special was Sepulturas Derrick Green (vox, replaced...

Changer tónleikar - Föstudaginn 16. feb. (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Föstudaginn 16. febrúar (núna á föstudaginn) eru tónleikar með hljómsveitinni Changer. Tónleikar verða í víðistaðaskóla hefjast klukkan 20:00. Aðrar hljómsveitir sem spila verða Egosmile og sennilega einhverjar 2 aðrar. Það er ekkert aldurstakmark og að sjálfsögðu á ekkert að vera um áfengi á svæðinu.

Nýr bassaleikari Metallicu? (9 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Alice In chains, Mike Inez, er víst líklegur til að verð næsti bassaleikari hljómsveitarinnar Metallica, samkvæmt þeim sögum sem nú berast til netmiðla um heim allan. Einnig hefur verið talað um að næstu plötu bandsins muni James Hetfield sjálfur spila á bassann. Enn önnur saga segir að ónefndur New York búi mun sjá um bassaskildur bandins á næstunni, og hafa rokk tímarit stungið upp á Scott Ian eða Frank Bello)

Nailbomb (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þeir Max Cavalera (Sepultura og Soulfly) og Alex Newport (Fudge Tunnel, Theory of Ruin og Son of Crackpipe) eru víst eitthvað að tala um að gera nýja Nailbomb plötu. Platan á víst að vera meira hardcore en fyrri plötur bandins. Nánari upplýsingar um Alex Newport eru að finna hér: http://www.linear-recording.com/

Life of agony (Keith Caputo) (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Keith Caputo fyrrum söngvari Life of agony sagði frá því í viðtali í desember síðastliðnum að það væri ekki ólíklegt að hljómsveitin komi saman aftur einhvern tíman aftur. Í framhaldi sagði hann að þar sem allir meðlimir hljómsveitarinnar væru enn á lífi væri ekki margar ástæður fyrir því að þeir myndu ekki byrja að spila saman aftur. Enn fremur sagði hann að hann hafi upphaflega hætt í bandinu, þar sem honum fannst henn ekki vera að gera þetta fyrir sjálfan sig lengur, honum fannst hann...

Biohazard (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Loksins er hægt að kaupa nýju Biohazard plötuna “Tales From The B-Sides”. Platan er gefin út af Renegade Records. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að hafa samband við bandið kíkið á heimasíðuna þeirra fyrir nánari upplýsingar (www.biohazard.com). Á disknum eru eftirfarandi lög: 01 - “Three Point Back” 02 - “Falling” 03 - “Sumptin' To Prove” 04 - “Slam (Remix)” (Feat. Onyx) 05 - “Beaten” 06 - “How Its Is (Remix)” (Feat. Sen Dog) 07 - “Sadman” 08 - “Enslaved” 09 - “Judgement Night” (Feat. Onyx)...

Mínus í KERRANG! (16 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jamm þið lásuð rétt, í nýjasta hefti rokk blaðsins Kerrang fær nýja plata hljómsveitarinnar Mínus frábæra einkunn, KKKKK (eða 5 af 5 mögulegum). Dómurinn í heftirnu sjálfu er einn sá besti sem ég lesið í þessu ágæta tímariti. Blaðið er væntanlegt til landins. En dómurinn sjálfur er eitthvað á þessa leið: Jesus Christ Bobby (Smekkleysa SM88CD) KKKKK Brutal, brilliant new hardcore from Iceland. THAT ICELAND even has a home-grown hardcore scene is amazing enough. That the island that has only...

Hamsatólg! Mótmælum Rás 2!!! (5 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Tekið af dordingull.com… Hamsatólg, rokkþátturinn á Rás 2 er víst að hætta. Það er ekki vilji þáttarstjórnanda né okkar hérna á dordingull.com/Harðkjarna. Ég legg til að við mótmælum með því að skirfa bréf til Rásar 2 og þar sem við krefjumst að þátturinn fari aftur í loftið. Endilega sýnum það í verki að við viljum rokktónlist í “útvarpi allra landsmanna”. Þetta er þáttur sem á fullan rétt á sér og er tilvalinn til að krydda tónlistarval stöðvarinnar. Þetta á við alla þá sem hlusta á...

Metallica (9 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Metallica hafa ákveðið að nota Bob Rock sem pródúser fyrir tilvonandi plötu bandins. Platan á víst að koma út í nóvember, en ekki enn hafa verið neinar fréttir um nýjan bassaleikara. Í öðrum Metallicu fréttum þá er veirð að vinna að metallica brúðum (eða dúkkum). Það sem vekur athygli margara rokk aðdáenda er að það er enginn annar en Jason Newsted sem mun vera gerður að dúkku í staðinn fyrir Cliff nokkurn Burton.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok