Þar kom að því að pönktónlistin yrði flokkuð með æðri listum.

Á miðvikudaginn kemur, þann 7. mars kl. 21.00, verða nefnilega haldnir pönktónleikar á litla sviði Borgarleikhússins. Fram koma:

-Fallega gulrótin úr Kópavogi. Þessi sveit hefur starfað í nokkur ár enspilað sjaldan og tekið lítið upp. Tónleikar sveitarinnar þykja mikillviðburður fyrir augun, hamslaus en um leið leikræn keyrsla, hvar meðlimirsnúa tónleikunum upp í pönkað leikhús. Það má í raun segja aðBorgarleikhúsið sé kjörin vettvangur fyrir Sirkusinn ógurlega úrKópavoginum.

-Rass. Óttar Proppé, gamli Hamurinn og æringinn spilar tryllt rokk ásamt nokkrum rokk og ról félögum sínum. Ekki segja pass á Rass. Þetta ersannkallað pönk úr helvíti!

Það er kannski klisja að segja það en þetta er atburður sem enginn má missa af. Pönkum Borgarleikhús? Ræflarokkið lifi. Húrra!!!