Tekið af dordingull.com…

Hamsatólg, rokkþátturinn á Rás 2 er víst að hætta. Það er ekki vilji þáttarstjórnanda né okkar hérna á dordingull.com/Harðkjarna. Ég legg til að við mótmælum með því að skirfa bréf til Rásar 2 og þar sem við krefjumst að þátturinn fari aftur í loftið. Endilega sýnum það í verki að við viljum rokktónlist í “útvarpi allra landsmanna”. Þetta er þáttur sem á fullan rétt á sér og er tilvalinn til að krydda tónlistarval stöðvarinnar. Þetta á við alla þá sem hlusta á þáttinn, bæði í Reykjavík og úti á landi. Loksins þegar það er kominn þáttur á þessa stöð sem við getum hlustað á þá er hann hætt við hann. Ef nægilega mikið af fólki hefur samband þá getur verið að þátturinn verði settur aftur á dagskrá. Endilega hjálpið okkur að mótmæla þessu. Sendið tölvupóst til <a href=“mailto:oska@ruv.is”>oska@ruv.is</a> og skrifið einnig í gestabók Hamsatólgar sem hægt er að finna á heimasíðu þáttarinns á <a href="http://www.dordingull.com">dordingull.com/hamsatolg</a>

Valli
Harðkjarni / dordingull.com