Kassagítar og kakósúpa í hádeginu á Kakóbarnum Geysi, Hinu Húsinu.

Miðvikudaginn 7 mars kl. 12.00. verða hádegishljómleikar og kakósúpa með tvíbökum í boði Hins Húsinns og Hljómalindar. Tónleikarnir verða haldnir á Kakóbarnum Geysi í Hinu Húsinu.

Það er ameríska einsmannshljómsveitin Rivulets sem mun leika órafmagnaða tónlist sína og Hitt Húsið býður gestum upp á ókeypis kakósúpu með tvíbökum upp á gamla móðinn meðan á tónleikum stendur. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leifir.

Hljómsveitin Rivulets er nýtt nafn í rokkinu. Þau hafa nú nýlega lokið upptökum á nokrum lögum með Alan Sparhawk úr Low sem heimsóttu okkur 1999 og héldu hér frábæra tónleika ásamt Sigur Rós og Immence. Tónlist Rivulets sver sig í ætt við slowcore bylgjuna sem er að rísa þessa mánuðina. Og augljós merki áhrifa frá sjálfum Nick Drake eru ekki langt undan, sem sagt allt voðalega fallegt og mjúkt. (skoðið endilega heimasíðu hljómsveitarinnar rivulets.net þar er hægt að hlusta á tónlist þeirra og fræðast lítillega um hljómsveitina.)

Aðeins þessir einu tónleikar eru fyrirhugaðir þannig að allir sannir tónlistarunnendur eru hvattir til að líta við á ljúfa kassagítar hljómleika og yndislega gamaldags kakósúpu með tvíbökum og allt.

Nánari upplýsingar veitir Kiddi í Hljómalind, s-5524717. og Hitt Húsið 5515353