Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Söngvakeppni Framhaldsskólanna!!!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Er langt síðan þú áttir heima á Höfn?

Re: HVAÐA FRÆGA FÓLK HAFIÐ ÞIÐ HITT??

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég sé að það eru allir að telja upp fræga íslendinga svo ég verð að segja að ég hitti Jagúar og talaði sérstaklega við saxófónleikarann því hann er hornfirðingur, svo daginn eftir fór ég í Kringluna, sá Jón Sigurðsson, lenti fyrir framan myndavél þegar var verið að taka upp Idol, fór og tók í höndina á Hildi Völu og sagði Gangi þér vel við hana. Allt þetta á minna en sólarhring. Þetta eru reyndar ekki einu frægu sem ég hef hitt …

Re: HVAÐA FRÆGA FÓLK HAFIÐ ÞIÐ HITT??

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef ekki hitt marga fræga, ekki allavega neitt merkilega. Bara einhverja íslendinga. En pabbi minn hefur hitt nokkra merkilega, mjög marga stjórnmálamenn. Hann t.d. bjó til lyklakippuna sem fylgir með lyklunum að umhverfisráðinu. Svo hefur hann hitt Dave Brubeck en ég veit ekki hvort það eru margir sem vita hver það er … (frægur Jazz tónlistamaður)

Re: Söngvakeppni Framhaldsskólanna!!!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Strákurinn frá FAS hefur annaðhvort verið of fullur eða bara ekki þorað þessu. Ég á heima á Höfn og hann var í sama skóla og ég í fyrra. Hann tók þátt í söngvakeppni og söng Gay bar. Hann er ekkert nema brandari og kann ekkert að syngja …

Re: Playlist.. ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er með 1492 lög … reyndar öll lögin mín í tölvunni

Re: Ertu ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert slæmt að vera öðruvísi …

Re: Ertu ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ertu í litlum skóla? Ég er örugglega bara tónlistar-nörd

Re: Samræmdu Prófin?

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í skólanum mínum er það einkunnin úr samræmdu prófunum 50% og svo skólaeinkunn 50%, sem er mæting, skyndipróf og skil á verkefnum. Það væri mjög ósanngjarnt ef maður myndi fá lágt á samræmdu prófunum bara af því manni gengur illa einmitt þennan dag en er samt venjulega góður í þessu. Prófin eru líka farin að vera svo ósanngjörn, með allt of erfiðum spurningum og það er eins og þeir sem búa þau til séu að reyna að láta flesta falla. Ég held samt að það sé hægt að taka inntökupróf í suma...

Re: Náttúrufræði...

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Kennarinn minn lætur okkur stundum hafa glósur úr einhverjum skóla, af netinu … man ekki hvaða skóli það var, því miður. Þú getur prófað að leita í google

Re: Smá hálp

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er líka búin að vera að pæla í þessu … En vitiði hvað almennileg fartölva gæti kostað? Ekki eitthvað drasl sem er ónýt strax.

Re: ást í skólum

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér hefur alltaf fundist þetta barnalegt. En krökkum finnst þetta cool á þessum aldri.

Re: Menntaskólaval

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef heyrt að það sé mjög gaman að vera á heimavist. Maður kynnist mikið af nýju fólki og verður sjálfstæðari. En maður getur líka lent í því að líða mjög illa ef maður þekkir engan. Ég veit ekki hvað hentar þér, þú þarft að fórna miklu svo kannski er það ekkert sniðugt. Ég fer sjálf á heimavist á næsta ári (ME) en ég á líka heima á Höfn svo þetta er ekkert langt í burtu.

Re: Myndirnar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég sendi einmitt inn mynd sem kom þennan dag. Ég sá hana einu sinni og svo voru komnar 2 nýjar eftir smá stund.

Re: Jehtro Tull

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef hlustað aðeins á Jethro Tull. Mér finnst geðveikt hvað flautuleikarinn getur gert! Þetta er ótrúlega erfitt (ég spila sjálf á flautu) Annars er þetta bara flott tónlist. Samt fíla ég hana ekki alveg. Kannski þarf ég bara að hlusta meira á þetta

Re: Smá pæling um hvað ykkur finnst

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Queen og Pink Floyd og svo auðvitað Bítlarnir líka :D

Re: Marilyn Manson - myndiru fara?

í Músík almennt fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Neibb, alls ekki!

Re: Hvad er besta lagið?

í Músík almennt fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það var eitthvað blað sem gerði stóra könnun um það hvað væri besta lag í heimi og það var Bohemian Rhapsody með Queen. Samt finnst mér ekki hægt að segja hvaða lag er best

Re: Upphaf Pink Floyd

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Flott grein! Ég var einmitt að bíða eftir svona grein um Pink Floyd því ég hlusta mikið á þá en veit ekkert um þá.

Re: 'Several Species...?' - Pink Floyd

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hehe, þetta lag er snilld :P

Re: Saxafón

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
neinei :P

Re: Saxafón

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 3 mánuðum
hélstu að ég væri að meina þetta … ?

Re: Króatía

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Porec?? Ég var þar í sumar og var einmitt að leita að tónlistarbúð. Það er ein sem er ekki á aðal búðagötunni … man ekki alveg hvar hún var en hún er ekkert sérstaklega góð og var stutt opin mynnir mig.

Re: hey you - pink floyd

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
já þetta er flott lag! Samt eru uppáhaldslögin mín Wish you were here og Shine on you crazy diamond

Re: Ætla að fá mér hljómborð

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég á e-ð Roland hljómborð og mér finnst það mjög gott. Ég veit reyndar lítið um þetta en held að Roland séu góð. Ég mæli samt með því að þú prófir í einhverri hljóðfærabúð áður en þú kaupir.

Re: tónlistaf forrit

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
hvar?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok