Ég er í 10unda bekk og það fer að styttast í samræmdu prófin og val á skóla.
Alveg ótrúlegt magn af skólum sem hægt er að velja um, VMA, MR, MH, FÁ, MS, Kvennó, Menntaskólinn Hraðbraut, Iðnó, Borgó og svona gæti maður lengi talið.
Ég er í vandræðum með að velja. Ég var búin að ákveða að fara í FÁ og setja kannski Kvennó í annað sæti. Svo fékk ég sendan bækling um menntaskólann að Laugum. Ég hafði aldrei heyrt um þennan skóla áður, skoðaði bæklinginn og kíktu svo á heimasíðuna. Mér leist rosalega vel á þennan skóla og mig langar að fara í hann og er að pæla í að setja hann í fyrsta en FÁ í annað. En þessi skóli er rétt hjá Húsavík og Akureyri :/
Það þýðir semsagt að maður þyrfti helst að vera á heimavist sem þýðir enginn mamma og pabbi til þess að grenja utan í ef eitthvað fer úrskeiðis :P bara svo ég nefni dæmi. Svo er það að allir vinir manns eru í Reykjavík, kærastinn og svo að lokum getur maður eiginlega ekki tekið ökutímana fyrr en kannski eftir skólann. Ég er líka í vinnu og vil helst ekki hætta en maður þarf að fórna einhverju.
Ég er í vandræðum með að velja á milli skólans og öllum tækifærunum í Reykjavík.

Þegar að maður er á heimavist verður maður kannski sjálfstæðari, kynnist fóki allstaðar af landinu og allskonar kostir en því fylgir líka gallar. Mér er víst sagt að það sé mikið um fyllerí og dóp á svona heimavistum. ég hef svosem engan áhuga á því að drekka og dópa en auðvitað koma freistingar þegar að allir aðrir eru að gera það.

Ég væri alveg til í að fá smá aðstoð við að velja á milli. Ég veit vel að þetta er mín ákvörðun en ef þið vitið meira um svona val á menntaskólum þá væri það vel þegið að fá ykkar álit og kannski fleiri hint :) endilega svo segja mér hvaða skóla þið eruð að hugsa um :) langar að vita hvaða skólar eru vinsælastir þó að mér detti í hug að MR, MH og Kvennó séu meðal þeirra vinsælustu :)
Takk fyrir mig :)