Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Hmmm

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ef þú missir af tækifærinu átti þetta líklega aldrei að verða og þá ættirðu bara að hætta að pæla í því.

Re: Glósur úr Náttúrufræði 103 & Þýsku 303!

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég á stóran stafla af glósum úr nát 103 (líffræði, kjarni fyrir framhaldsskóla) En því miður er það bara á blöðum en ekki í tölvunni, eina fagið sem ég á glósur á blöðum :S Því miður. Ég get samt alveg örugglega hljálpað ef það eru einhverjar spurningar …

Re: Málshættir.. :S

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sjaldan er ein báran stök í 12 vindstigum (Kaffibrúsakallarnir) :P Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið neitt mál og ætlaði að fara að skrifa niður. Þá fattaði ég að það er eiginlega frekar erfitt að útskýra þennan málshátt, þótt ég skilji hann alveg.

Re: Hitta hann.. eða ekki ?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er aldrei sniðugt að hitta neinn sem maður þekkir bara á netinu … Ég reyndar skil alveg hvernig þú getur orðið hrifin af honum á netinu. Ég kynntist strák í gegnum vinkonu mína, þekkti hann samt ekki mikið, en fékk msnið hjá honum. Núna er ég búin að þekkja hann frekar lengi og við erum ágætir vinir (bara vinir, eitthvað sem sumir eiga erfitt með að skilja)

Re: Ósanngjarnir foreldrar?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Veistu, ég skil eiginlega foreldra þína. Þú verður bara einhvernveginn að vinna traust þeirra. Spurðu þau hvað þú getir gert til að sýna að þér sé treystandi. Það t.d. segir þeim að þér sé alvara um að þau geti treyst þér og að þú viljir hafa fyrir þessu, sem þýðir að þér þyki vænt um kærastann.

Re: Hmmm

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er allavega mjög erfitt að vera í sambandi langt í burtu, semsagt bara í gegnum netið og símann

Re: lög...

í Gullöldin fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mínar uppáhalds hljómsveitir eru Queen og Pink Floyd, ég mæli með þeim. Og svo eru skemmtileg lögin með Creedence Clearwater Revival Svo ef þú vilt eitthvað sem er ekki alveg það frægasta og svolítið öðruvísi er Jethro Tull mjög góð hljómsveit! Það er samt ekki allir sem fíla tónlistina

Re: Afhverju hætti ég ekki bara?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Stelpur eru erfiðar … ég er stelpa og ég veit hvernig stelpur eru, þá er ég að meina eins sem vinkonur … núna á ég nærri því bara strákavini :)

Re: Pæling

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég held að það hafi verið í busavígslu í skólanum mínum … semsagt, við vorum busuð :P

Re: flytja að heiman

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég gerði það líka og er svo á heimavist í gamla bænum :) Þá sakna ég bara bæjarins sem ég bý núna í …. :S “Too much love will kill you, just as sure as nothing at all” (Brian May)

Re: Hmmm

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mér finnst sniðugt að þið verðið bara vinir þangað til hún flytur. Þá verðið þið kannski búin að kynnast vel og vitið hvað þið viljið. Ef þú ert ennþá hrifinn af henni þá er það bara frábært! Ef það gengur ekki þá átti það aldrei að gerast og þá hefurðu bara losnað við ástarsorg og vandræði. Ég hef vonda reynslu af svona samböndum þvert yfir landið, eða reyndar ekki ég persónulega heldur besta vinkona mín. Það gengur oftast ekki upp.

Re: Vááááá

í Hátíðir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég líka! Hundslappadrífa er svo falleg og jólaleg :)

Re: lög...

í Gullöldin fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hvað hlustarðu á?

Re: Einkunnir

í Skóli fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Vá! Ég er á fyrsta ári á náttúrufræðibraut í ME og það er skítlétt. Eiginlega allt upprifjun úr 10. bekk.

Re: uppáhaldsjólalög

í Hátíðir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég hlustaði alltaf á þetta þegar ég var lítil! Kann þetta nærri því utanað. Ég á þetta á svona rauðri spólu og það er orðin hefð hjá mér og systur minni að hlusta á þetta til að komast í jólaskap :D

Re: uppáhaldsjólalög

í Hátíðir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hvaða jólalag með Glám og Skrám? Mitt uppáhald er Nu tändas tusen juleljus og White Christmas með Bing Crosby. Og svo auðvitað öll sætu barnajólalögin sem eru svo jólaleg :)

Re: Vááááá

í Hátíðir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Úfff … það er búinn að vera hálfgerður snjór hérna (Egs.) í meira en mánuð og hann er mest orðinn að hálku :( Ég vil snjóinn burt!!! Svo má snjóa fallegum snjó fyrir jólin :)

Re: Maðurinn

í Gæludýr fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Var í prófi í erfðafræði. Ég fékk 9,7 :D

Re: Maðurinn

í Gæludýr fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jú :)

Re: Kötturinn minn

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hahahahaha!!

Re: JawBrakerar..

í Sorp fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mig langar í! Ég elska tyggjó! Hvar er hægt að fá svona?

Re: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?

í Sorp fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég á nærri því alla þættina :P

Re: WHITE STRIPES

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Geðveikt! Ég fíla blús :P

Re: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?

í Sorp fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég ELSKA Harrý og Heimi :D

Re: Systkini!

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Gautaborg, en þú?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok