Ég þekki stelpu. Gaman að því. Ég gæti verið svolítið hrifinn af henni. Gaman að því.

Hún gæti búið langt í burtu. Ekkert rosalega gaman að því.

Hitti hana um helgina, það var frábært. Vinur minn var að reyna að koma okkur saman þar sem hann veit af … ástandi mínu.

Ég hinsvegar var ekkert að reyna að koma neinu af stað þar sem þetta myndi aldrei virka á meðan hún býr langt í burtu, vill frekar vera vinur hennar en að kannski missa samband við hana vegna þess að þetta fjarlægðarsamband fer kannski illa …

Veit að hún flytur nær á næsta ári, spurning um hvernig mér líður þá.

Rétt hjá mér? Fáránleiki? Æ ég veit ekki, þurfti smá útrás.