Ég er ótrúlega lofthrædd, en bara ef ég er inni og horfi upp (skil ekki af hverju :S) Ég er líka óstjórnlega hrædd við geitunga (og stundum aðrar flugur sem ég held, til öryggis, að séu líka geitungar). Af því það hafa nokkrum sinnum verið geitungabú í garðinum mínum eða nálægt, voru þeir alltaf á þvottaklemmunum okkar. Þess vegna er ég líka hrædd við þvottasnúrur. En þetta teljast ekki fóbíur af því það er ekki nógu ýkt :P