Þessi könnun fékk mig til að hugsa …

Er guð til?

Eru draumar ekki til? Eru tungumál ekki til? Þótt það sé ekki endilega það tungumál sem við notum og ekki okkar draumar þá er þetta líklega til. Þótt það sé ekki áþreifanlegt er það jafn mikið til og hugsun og vit. Þess vegna tel ég guð vera til, sama hvort fólk “trúir” á hann.

Og þótt fólk trúi á guð þarf það ekki að vera að hann sé til. Guð er auðvitað ekki stór maður á himnum, heldur er hann bara hugsun innra með fólki sem hjálpar sumum, og sumum ekki.

Niðurstaðan er að guð er til, jólasveinarnir eru til, álfar eru til, allt er til, þótt það sé bara hugsun.