Ég geng í skólann, heil 50 skref, held ég. Nema núna á ég að vera í íþróttum (sem eru alveg 100 skref í viðbót) en ég mætti ekki af því ég datt á rassinn í hálku og get ekki hlaupið vegna meiðsla í afturendanum :D Til að útskýra af hverju er svona stutt í skólann fyrir mig er ég á heimavist og er í tímum í næsta húsi. Ég er samt í því herbergi sem er lengst frá kennsluhúsinu :S