Ég vissi alltaf að Tolkien hefði notað mikið úr norrænni goðafræði en núna er ég að lesa Snorra-Eddu og sé hvað það er rosalega mikið …

Sagan um hringin er nærri því samsvarandi sögunni um Sigurð Fáfnisbana og hringinn sem dvergurinn Andvari átti og lagði álög á.

Mörg nöfn eru auðvitað úr Snorra-Eddu en ég held að flestir kannist við það. Ég fann samt einhver sem ég hafði ekki heyrt um áður.

Norræn goðafræði er mjög greinilega fyrirmyndin að Miðgarði og einhverju af þeim verum sem búa þar.

Ég man nú ekki öll smáatriðin en það var margt sem ég hafði ekki heyrt áður. Eitthvað sem þið hafið heyrt um sem tengist þessu?