Ég bý á heimavist og vegna lélegrar færðar kemst ég ekki oft heim. Ég þarf þess vegna oft að vera á vistinni um helgar og sjá um allan mat sjálf (með systur minni). Við erum búnar að prófa allt sem er hægt að elda í örbylgjuofni; núðlur, pizzur, 1944, bollur (foreldaðar sem þarf bara að hita), brauð, súpur …

Vandamálið er að maður verður þreyttur á að borða alltaf sama matinn. Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað er hægt að gera ef maður hefur bara lítinn vask og örbylgjuofn?