Nú þegar tökur á fimmtu Harry Potter bókinni eru hafnar, hefur Warner Bros birt fleiri upplýsingar um það hvaða nýju leikarar munu verða í nýju myndinni.
Amelia Susan Bones, yfirmaður stofnunar um framfylgd galdralaga, verður leikin af Sian Thomas.
Dursley fjölskyldan mun koma aftur í HP og Fönixreglan, eftir að þau höfðu verið klippt algjörlega úr Eldbikarnum.
Það er búið að velja í nokkur hlutverk fyrir Dudley gengið, Jason Boyd mun leika Piers Polkiss og Richard Macklin mun leika Malcolm.

<img src=http://geocities.yahoo.com.br/marotopotter/dursley.gif> <img src=http://www.officiallondontheatre.co.uk/site/media/images/29002_sianthomas_120.jpg>
Dursley fjölskyldan eru komin aftur og Sian Thomas mun leika Ameliu Bones.

Hin 21. árs gamla leikkona Natalia Tena hreppti hlutverk hinnar stórskemmtilegu Nymphadoru Tonks en hún hefur leikið í stórmyndum á borð við About a Boy þar sem hún lét pönkarann Ellie sem Marcus var svo hrifinn af.
<img src=http://images.hugi.is/hp/71710.jpg> <img src=http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=RemusLupin&myndnafn=48240.gif>
Natalia Tena á vonandi eftir að standa sig vel sem Tonks.

Einnig er búið að ráða í nokkur hlutverk James klíkunnar, Ormshali verður leikin af Charles Hughes, Susie Shinner mun leika Lily (Evans) Potter og Robbie Jarvis mun leika James Potter.


Skyggnirinn Dawlish verður leikinn af Richard Leaf, og Nick Shim mun fá hlutverk Zacharias Smith.
Ekki hefur verið samið við Gary Oldman um að leika Sirius Black í nýju myndinni sem er auðvitað hræðilegt!
Sirius er í lykilhlutverki í fimmtu bókinni, það er ekki hægt að gera myndina án hans.
Hvar eiga höfuðstöðvar Fönixreglunnar að vera? og hver á að deyja í Ráðuneytinu?
Ég vona bara að það verði samið við Oldman því að myndi eyðileggja fyrir mér myndina að hafa einhvern annan í hlutverkinu!
Harry Potter og Fönixreglan kemur út einhvern tíman árið 2007.
<img src=http://pub.tv2.no/multimedia/na/archive/00153/Harry_Potter_og_fan_153363a.jpg>
Gary Oldman í hlutverki Siriusar

<img src=http://news.bbc.co.uk/media/images/41317000/jpg/_41317502_potter_jarvis_203.jpg><img src=http://media.mugglenet.com/i/ootp/susieshinner.jpg>
James og Lily

Látið mig vita ef myndirnar virka ekki!

————————–
Myndirnar eru fengnar af:
<url> http://www.google.com</url>
<url> http://www.mugglenet.com</url>
<url> http://www.bbc.com</url>
<url> http://www.imdb.com</url