Ég vaknaði kl. 9 þótt ég væri eiginlega í fríi, fékk mér morgunmat og þannig, settist niður og fór að læra fyrir bóklegt bílpróf. Svo lærði ég eitthvað fram yfir hádegi þegar vinkona mín kom og ég talaði aðeins við hana og við lærðum saman. Svo fór ég í smá bíltúr og svo eftir að hafa lært aðeins á síðustu stundu fór ég í prófið. Ég fékk bara eina villu í fyrri hlutanum og enga í seinni :D Náði prófinu! Svo á morgun þarf ég að vakna um 9 og vera almennilega vakandi fyrir munnlega/verklega...