Hahahha :D Ég elska notendanafnið mitt. Fólk verður alltaf svo hissa að ég er stelpa :P En ég er ekkert mikið að sorpast … Maður verður nú að taka sér smá pásu á milli! :P
Það var þannig hjá mér að ég tók Ö1 í vetur hjá einum ökukennara og svo er ég hjá öðrum kennara núna sem tekur þetta alltaf allt í einu og bara á nokkrum dögum. Þess vegna er þetta eiginlega hálf misheppnað því ég er ekki viss hvort ég hafi kannski misst af einhverju :S Ég er í fríi í dag og ætla bara að eyða deginum í að lesa bókina og gera verkefni. Svo verð ég bara að muna að lesa spurningarnar rétt :)
Takk, það var aðallega þetta með 6 máltíðir … Ég held að það henti ágætlega. Það er samt persónubundið hvort maður er fljótur að melta eða ekki og sumir þurfa að borða oftar og minna …
Fyndið þegar krakkar ákveða þetta svona :P Ég spila á þverflautu og var einmitt líka búin að ákveða það í leikskóla. Ég spilaði á blokkflautu þá (forskóli) og sneri henni alltaf á hlið :P Svo eru sumir sem byrja á hljóðfæri af því “allir” spila á það :S
Ég hef verið að skipta milli stærðfræði, verkfræði og eðlisfræði síðasta árið … Ég hef bara ekki hugmynd um hvað mig langar mest að læra, það eru of margir möguleikar :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..