Einu sinni hlustaði ég bara á það sem aðrir létu mig hlusta á. Í mínu tilviki var það ekki slæmt þar sem pabbi minn hlustaði mikið á gullaldartónlist og fleira almennilegt. Ég lærði mjög snemma að hlusta á ýmislegt eins og Pink Floyd, Spilverk Þjóðanna, Björk, Ninu Hagen (spes :P) og Melchor (Silfurgrænt ilmvatn). Svo byrjaði ég smám saman að finna minn eigin tónlistasmekk. Ég fann einhvern skrifaðan disk hjá pabba með lögum eins og You Sexy Thing, I Got You (I Feel Good) og Play That Funky...