Ég er algjör byrjandi í alveg skelfilegu formi. Ég rétt næ að synda skriðsund (ekkert hratt, bara venjulega) yfir og til baka (25 m sundlaug) og þá er ég nærri því dauð. Þess vegna syndi ég stundum bringusund á milli. En ég finn samt að það er ekki gott. Það er bara skárra en ekkert. Það er eins og mér versni um eitt skref en batni um tvö. Kannski er þetta samt vitleysa í mér, þetta er bara eins og mér finnst líkaminn bregðast við. Hvað er gott svona til að byrja með (hve margar ferðir)? Ég...