Gott að fá útrás? Það er allavega ekki gott að byrgja svona inni og hugi.is er án efa einn af bestu stöðunum til að fá svona útrás (fyrir utan það að fólk hérna á það til að nöldra útaf öllu) Stundum líður mér illa. Ég er pínulítið öðruvísi, hef aldrei verið talin ein af “vinsæla” fólkinu, drekk ekki og er algjör nörd og mér finnst ég ekkert sérstaklega aðlaðandi heldur. Það er ekki alltaf auðvelt en ég er fegin að hafa farið þá leið. Ég á nefnilega fjölskyldu sem ég er í góðu sambandi við,...