Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Mp3 könnun

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
1. Aldur: 17 2. Kyn: Kvk 3. Áttu mp3 spilara? Já 4. Hvað kemur fyrst upp í hugan þegar nefnt er mp3 spilari? Tónlist 5. Hefurðu gefið mp3 spilara? Nei 6. Finnst þér vera mikil gæðamunur á merkjunum? Hvers vegna? Veit ekki því ég hef ekki prófað margt 7. Hefur einhver gefið þér mp3 spilara t.d. í afmælisgjöf eða jólagjöf? Já 8. Hvers vegna langar þig í mp3 spilara? Mig langar í nýjan sem komast fleiri inná

Re: Bókfærsla 1A eftir Tómas Bergsson

í Skóli fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ohh, ég þoli ekki þegar það vantar svör … Maður heldur kannski að maður sé með allt rétt en svo gerir maður alltaf sömu villuna án þess að vita. Getur ekki kennarinn þinn látið þig fá svör?

Re: hjálp heimanám :(:(:(

í Skóli fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þetta er bara spurning um sjálfsaga. Sem flesta námsmenn skortir :/ Ég veit ekki nein ráð. Yfirleitt get ég ekki einbeitt mér nema ég þurfi nauðsynlega að læra, sem er oftast kringum miðnætti þegar ég er búin að fresta því allan daginn. Það er reyndar rosalega þægilegt í mínum skóla að maður getur mætt í aukatíma hjá kennurum og þar er best að einbeita sér að heimavinnunni. Maður er þá búinn með allt fyrir kl. 5 :)

Re: Hljóðfæri og tónfræði - hugmynd

í Klassík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Flestir þar kunna bara þann grunn sem þarf til að fikta sig áfram á gítar eða eitthvað álíka. Ég held að flestir sem kunna eitthvað í tónfræði stundi þetta áhugamál :) Bætt við 6. febrúar 2007 - 23:27 “Ég held að flestir sem kunna eitthvað í tónfræði stundi þetta áhugamál :)” Þarna er ég auðvitað að tala um /klassik

Re: HAUSVERKUR!!!!!!!!!!!!!!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Íbúfen, voltaren (reyndar lyfseðilsgilt), svefn og svo bara harka það af sér ;)

Re: Undirskriftarlisti gegn aupkennislyklum netbanka

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Af hverju ertu á móti þeim? Mér finnst það allavega skárra en að láta stela öllum peningunum mínum. Bætt við 5. febrúar 2007 - 19:52 Það er búið að vera svo mikið um að einhverjir stela af reikningum fólks í heimabanka og bankarnir bera ábyrgð á því svo það er ekki skrítið þótt þeir skuli skylda fólk til að nota þetta.

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Haha :D

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Einmitt það sem ég var að hugsa. Maður getur ekki sagt að eitthvað sé ofmetið þegar maður hefur bara heyrt frægustu lögin (sem eru oftast ekki bestu lögin). Það er til svo margt mismunandi með Queen og þeir voru svo ótrúlega fjölhæfir að það er eiginlega ekki hægt að segja að þeir séu eitthvað ómerkileg hljómsveit.

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér finnst fáránlegt að tilnefna þá tvo sem bestu söngvarana. Jú, þeir eru auðvitað frábærir tónlistamenn en það þýðir ekki að þeir þurfi að fá verðlaun í hvert skipti sem þeir opna munninn. Þessi verðlaun ættu að fara til yngri tónlistamanna og hvetja þá áfram, í staðin fyrir að henda þeim í einhverja gamla söngvara sem eru hættir eftir nokkur ár. Fyrir utan það að mér finnst Bubbi langt frá því að vera besti söngvari Íslands. Ég fíla alveg Bubba (bara sóló reyndar - allur blúsinn); lögin...

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Einmitt. Fólk á bara að vera eins og það vill, gera það sem það vill og hlusta á það sem það vill. Það er samt eitthvað jákvætt við þetta “öðruvísi-æði”. Þeir sem eru í alvörunni öðruvísi fá að vera það í friði :)

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Samt ekki alltaf þar sem er lagt mest í. Það fer t.d. eftir stefnu. Stundum er það einfaldasta flottast en ef maður er að skoða barrok (sem hefur stundum verið þýtt “ofskreytt”) eru fleiri nótur og meira skraut betra (Ég tek það sem dæmi af því ég var að spila lag eftir Bach áðan :P)

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Já, einmitt! Af öllum lögum Pink Floyd þurfti eitt af þeim verstu að verða vinsælt!

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég heyri stundum You're My Best Friend í útvarpinu og einu sinni Great Pretender með Freddie Mercury :)

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Af hverju mega þeir ekki telja þá algjöra guði? Þýðir það ekki að ákveðnum manneskjum finnist þeir vera algjörir guðir? Það er nefnilega ekki hægt að mæla gæði tónlistar. Gæðin eru í rauninni mæld í því hversu vinsæl hún er og hversu mikið hlustendur meta hana. Þannig ætti ekki að vera hægt að meta hana meira en hún er. Skilurðu mig? Æ, of mikil rökhugsun (var að koma úr eðlisfræði :P)

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fólk talar mikið um þetta af því þetta er vinsælt og gott. Það er ekki það sama og ofmetið. Annars hef ég ekki séð mikið af umræðum um þessar hljómsveitir síðustu mánuðina. Það eru allir að keppast við að tala um eitthvað minna þekkt núna …

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Minnir mig á það þegar stelpa sem ég þekki fékk æði fyrir Pink Floyd. Ég var nýbyrjuð að hlusta á þá og hún þurfti auðvitað að vera eins. Hún hlustaði alltaf á lag sem hún kallaði We Don't Need No Education (og neitaði að það héti Another Brick In The Wall) og sagðist elska Pink Floyd. Hún þekkir kannski Comfortably Numb líka. Ekki meira. Og segist elska Pink Floyd. Þvílíkur hálfviti …

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Eru Queen og Led Zeppelin alltaf í útvarpinu? :O Veistu, ég held að ég hafi ekki heyrt oftar en 10 sinnum á ævinni í þessum hljómsveitum í útvarpinu. Ekki allavega síðan ég man eftir mér. Ég hef ekki einu sinni heyrt Led Zeppelin í útvarpinu en Greatest Hits lögin með Queen hef ég heyrt örsjaldan (sem eru alls ekki bestu lögin með þeim) Einu sinni hef ég heyrt Pink Floyd í útvarpinu, það var Shine On af PULSE og var spilað daginn sem Barrett dó. Bætt við 5. febrúar 2007 - 17:13 Ég er reyndar...

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Af hverju segirðu að Pink Floyd séu ofmetnir? Þeir voru og eru gríðarlega vinsælir og þetta er líka mjög sérstök og góð tónlist. Ættu þeir þá ekki að vera rétt-metnir? Ofmetið þýðir að eitthvað er talið betra en það er, en það er ekki hægt að segja að hljómsveit sé talin betri en hún er, það fer eftir smekk hvers og eins. Það að hljómsveit sé góð og vinsæl þýðir ekki að hún sé ofmetin.

Re: Ofmetið?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér finnst orðin mainstream og ofmetinn vera ofnotuð af krökkum í dag. Ég hef sérstaklega tekið eftir því að fólk er að misskilja þessi orð. Ofmetið = Orðið bendir til þess að eitthvað sé metið meira en það er. Ég myndi kannski nota þetta þegar ég les gagnrýni þar sem t.d. ákveðið lag sem er ekki vinsælt eða flott er talið besta lag sveitarinnar. Þá er verið að ofmeta lagið. Þegar ég heyri fullt af fólki segja að Bubbi sé besti tónlistamaðurinn á Íslandi get ég ekki verið sammála. En samt...

Re: Tónlist sem þið eigið að fíla en gerið ekki!

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er bara þeirra vandamál. Maður á ekki að láta það trufla sig.

Re: Hvað er málið með feimni?

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þú hefur greinilega ekki mikla reynslu. Reyndar held ég að allir séu feimnir á einhvern hátt, það er bara mismunandi hvort fólk sýnir hana eða ekki. Margir fela feimnina með því að láta eins og hálfvitar eða eitthvað álíka. Margir eru feimnir útaf lélegu sjálfsáliti. Þess vegna er mjög erfitt að fara upp að einhverjum sem maður er viss um að líki illa við mann og tala við hann. Það þarf bæði að æfa sig í að tala við aðra og byggja upp sjálfstraustið. Bætt við 5. febrúar 2007 - 11:15 “eða...

Re: Dale Carnegie

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það að vinna við afgreiðslu neyðir mann líka til að tala við fólk, sem hjálpar mikið. Maður bara kemst ekki hjá því að tala við ókunnuga ;)

Re: Tónlist sem þið eigið að fíla en gerið ekki!

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það ætti ekki að skipta máli. Maður hlustar bara á það sem manni finnst flott, sama hvað aðrir gera. Mér er alveg sama þótt einhverjir hálfvitar séu að hlusta á Pink Floyd, mér finnst þeir samt mjög góðir.

Re: Vinskapur eftir samband..

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér finnst það ekkert mál af því þetta var ekkert svo alvarlegt …

Re: tónlist og lífið þitt

í Gullöldin fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Opening Credits: Another One Bites The Dust - Queen (live '86) Waking up: Arnold Layne - Pink Floyd First Day at Highschool: Sweet Georgia Brown - Louis Armstrong Falling In Love: God Put A Smile Upon Your Face - Coldplay Fight Song: Hoppípolla - Sigur Rós Breaking Up: Stephanie Says - Emiliana Torrini Prom: Thinking Out Loud - Emiliana Torrini Life: Heroes - David Bowie Mental Breakdown: Track 7 - SP Just Frost (veit því miður ekki hvað þetta heitir) Driving: Life Is Real - Queen Flashback:...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok