Umræða er nú í gangi hér á Gullöldinni hvað sé ofmetið og hvað ekki. Spurininginn er hvað er ofmetið? Semsagt hvað er mainstream? Og hvað ekki?
Talað var um hversu ofmetnir Led Zeppelin, Pink Floyd & Queen væru. Sá sem segist ekki fíla Zeppelin útaf því að þeir séu ofmetnir er bara greinilega að bulla, hvernig er hægt að “ekki-fíla” eihverj tónlist því hún er ofmetinn. “já Stairway to Heaven er lélegt lag því að það er ofmetið” Ég tel að þeir sem fíla Zeppelin (t.d ég) telja þá ekkert svaka ofmetna, þeir bara segja, “frábærir tónlistarmenn!”.

Er ekki bara hver hljómsveit ofmetinn af sínum aðdáanda? svarið er: Ekkert endilega. Queen eru eiga mjög stóran aðdáendahóp og eru sagðir ofmetnir af þeim sem fíla þá ekki. Mér finnst Queen alls ekki ofmetnir, “ó, er það ekki bara af því að þú fílar þá?” myndu sumir spyrja, ja, kannski. En mér finnst Queen meistaraleg sveit og Freddie Mercury(sérstaklega að mínu mati) er allveg frábær músíkant. Tökum til dæmis The Beatles, ég var að enda við að renna Revolver í gegn og hún hljómar alltaf jafn fersk. En eru The Beatles rosalega mainstream og ofmetnir, ég hef mína skoðun á málinu og þið ykkar. Ég hef nú einhverntíman sagt að þeir séu ofmetnir minnir mig og ég verð bara að draga það til baka. Hinsvegar fatta ég ekki Frank Zappa. Tónlistinn hans grípur mig ekki alveg, ég fílaði hann einu sinni og þegar ég var að kynna mér hann fannst mér hann fínn en svo heyrir maður fleiri lög eftir hann, önnur en þessi frægu og þá finnst manni hann ekkert spes( og þetta á bara við um mig!)

Fyrst ég er nú að tala um þetta, þá vil ég benda á það að ég þoli ekki þegar fólk segjir að það fíli ekki einhverja sveit því að hún sé ofmetinn. Maður þarf ekkert að afsaka af hverju maður fílar sveitina ekki, ef maður fílar hana ekki þá er það ekkert sem maður getur af gert. Ég væri meira en til í að ná tónlistinni hans Zappa og geta fílað hann, en sorrý, svo er ekki.

Nú kemur loksins botn í þetta hjá mér. Ég held að maður verði bara að ákveða fyrir sjálfan sig hvað manni finnst mainstream og hvað ekki, og bera virðingu fyrir smekk annarra! Ég hef tekið eftir því að á huga bera ekki allir virðingu fyrir því sem aðrir fíla og hlusta á. Mér þykir Pink Floyd ekki vera ofmetið mainstream þó að öðrum þyki það, og ég held samt áfram að verja mína menn og segja að þeir séu ekkert ofmetnir. En er gullöldinn mainstream? Ég held að ekkert á gullöldinni sé beint mainstream, þetta var mainstream fyrir 30-40 en alls ekki lengur, það sem er mainstream í dag er teknó og svoleiðis.

Hvað finnst ykkur um þetta? ekki spara commentinn!