Jæja ég ætla hérna að fjalla um feimni… Ég er kannski ekkert einstaklega góður í að tala um hana þar sem en ég hef aldrei verið feimin, nema stundum við bláókunnuga á öðrum aldri. En hins vega, skil ég feimið fólk fullkomlega.

Feimni er plága, þó hún komi okkur stundum frá því að gera eitthvað ótrúlega heimskulegt er hún oftast okkur öllum til trafala. Hugsuð ykkur þegar þið verðið eldri að þessi stelpa og fyrir ykkur stelpur, þessi strákur(jájá og samkynhneigðir líka), sem ykkur dreymdi um, hafi kannski aldrei vitað af ykkur. Útaf feimni í ykkur.

Ég vill oft segja að feimni sé andlegur vanþroski, en gasprandi fávitar eru ekki skárri. Býst fólk við því að tækifærin hoppi í hendurnar á því ef tækifærið veit ekki hver þú ert?

En ef ég á að setja mig í spor feimninnar, þá veit ég um mörg góð ráð t.d.:

*Þú þarft ekkert endilega að kynnast þeirri/þeim sem þú ert hrifin af í gegnum einstaklingskynni. Oft eru hópkynni miklu einfaldari. T.d. að finna einhvern vinna viðkomandi, og þar sem þú ert vonandi ekki feimin við þann aðila þá ættiru að geta nálgast takmarkið, eða auðvitað bara að fá stuðning frá vinum og fara tveir/tvö eða fleiri og vingast við aðilann.

*Hugsa um hvað maður er að missa af ef maður gerir ekki það sem manni langar. Hugsið ykkur hvað sum ykkar hafa misst af mörgum manneskjum vegna feimninnar. Þarna ertu farinn að setja pressu á sjálfan þig, og þú maður eigi ekki að þurfa að gera það, þá dugir það hjá sumum. Aðrir láta bara eftir hóppressu, persónulega finnst mér það slakt, en ég ætla ekkert að vera að tjá mig um það.

*Reyna að koma fram, fyrir ókunnuga, og taka þátt í félagsstarfi. Því fleiri sem þú kynnist því þjálfaðari verðuru í að kynnast hverjum sem er. Gefur reyndar auga leið.

Það er þ.a.l. ekkert alltof erfitt að losna við feimni, æfing er allt sem þarf. Reyna að taka eitt skref í einu, og þó að mesta feimnin sé að sjálfsögðu í kringum ástarmál, þá má losa sig við feimni smátt og smátt. Ég hef verið að hjálpa vinkonu minni, við að losna við feimni og það hefur gengið mjög vel á þennan hátt.

En hver er ekki til í að gera einstaka sinnum eitthvað ótrúlega heimskulegt, fyrir kynni af mörgum, hugsanlega framtíðarmaka?
Rök>Tilfinningar